Fyrirtækjamót GV fór fram síðustu helgi

Fyrirtækja keppni Gólfklúbbs Vestmannaeyja fór fram síðastliðinn laugardag. Alls tóku 37 lið þátt í mótinu. Sigurvegarar í mótinu voru eftirfarandi: sæti: Lið Miðstöðvarinnar skipað Styrmi Jóhannssyni og Sveini Hjörleifssyni sem léku á 48 punktum. sæti: Lið 3 hjá Hafnareyri skipað Andra Kristinssyni og Þorláki Sigurbirni Sigurjónssyni sem léku á 47 punktum. sæti Lið 1 hjá […]

Leika í fyrstu deild að ári liðnu

Sveit Golfklúbbs Vestmannaeyja 65+ í karlaflokki bar sigur úr býtum í 2. deild á LEK móti golfklúbba, er fram kemur í tilkynningu frá GV. Sveitin leikur því í 1. deild að ári liðnu. Golfklúbbur Vestmannaeyja óskar þeim innilega til hamingju í færslu sinni á Facebook. Ljósmynd: Golfklúbbur Vestmannaeyja. (meira…)

GV keppir í Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba í 1. deild karla fer fram á Jaðarsvelli á Akureyri dagana 27.-29. júlí 2023. Karlasveit GV keppir nú í 1. deild. Fyrsta umferð hófst nú í morgun þar sem leikið er gegn GR. 2. umferð fer svo fram um 15:00 í dag gegn GM. Í þessari frétt er að finna upplýsingar um rástíma, […]

Meira afrek en að fara holu í höggi

Eyjapeyinn Jón Valgarð Gústafsson skellti sér í Albatrosklúbbinn um helgina þegar hann náði draumahögginu á 18. holu í Vestmannaeyjum. Hann notaði 5-járnið í höggið sem var af 180 metrum. Hann hefur aldrei farið holu í höggi og telur Albatros jafnvel vera merkilegra afrek. Jón lýsti högginu í samtali við vefinn kylfingur.is. „Þegar ég sló boltann […]

Sigurbergur og Sísí klúbbmeistarar GV

Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en […]

Sigurbergur leiðir fyrir lokadaginn

Spennan magnast fyrir lokadag meistaramóts GV en að loknum 54 holum er það Sigurbergur Sveinsson sem leiðir á samtals sjö höggum yfir pari. Fast á hæla hans fylgir Andri Erlingsson sem hefur slegið einu höggi meira. Manna best lék Lárus Garðar Long í dag en hann kom í hús á 71 höggi. Lokaráshóp morgundagsins mynda […]

Karl leiðir meistaramót GV

Meistaramót Golfklúbbs Vestmannaeyja hófst í gær. Karl Haraldsson gerði sér lítið fyrir og jafnaði Meistaramótsmet Kristófers Tjörva Einarssonar og Lárusar Garðars Long er hann lék á 66 höggum eða fjórum höggum undir pari vallarins á fyrsta degi mótsins. Kalli leiðir því mótið með 3 höggum, Andri Erlingsson er í öðru sæti á 69 höggum og […]

Valinn besti golfvöllur Íslands

Golfvöllur Vestmannaeyja var á dögunum valinn besti golfvöllur Íslands af World Golf Awards sambandinu. “Viðurkenning þessi er mikill heiður fyrir okkur og alla þá vinnu sem farið hefur í að gera völlinn að þeim sem hann er í dag. Við lítum björtum augum til framtíðar og hlökkum til þeirra áskorana sem bíða á næstu árum. […]

Andri Erlings í 4. sæti á Íslandsmóti unglinga

Andri lauk í gær leik á Íslandsmóti unglinga í holukeppni sem fram fór á Hlíðavelli í Mosfellsbæ. Andri lék gott golf í mótinu, vann 16 manna úrslitin nokkuð örugglega. Hann lék svo á móti Heiðari Steini frá NK í 8 manna úrslitunum þar sem hann sigraði 4/2. Í undanúrslitunum lék Andri á móti Markúsi Marelssyni […]

Kvennasveit GV

Í síðustu viku keppti kvennasveit Golfklúbbs Vestmannaeyja í sveitakeppni 50+ á Hólmsvelli hjá Golfklúbbi Suðurnesja. Þar lékum við 1. deild líkt og í fyrra. Því miður féllum við úr efstu deild að þessu sinni. Mjótt var þó á mununum í lokin því 3 klúbbar voru jafnir í 6.-8. sæti en innbyrðisviðureignir okkar við Nesklúbbinn og […]