Sigurbergur Sveinsson landaði rétt í þessu sínum fyrsta klúbbmeistaratitli GV er hann sigraði Andra Erlingsson í 6 holu bráðabana. Fyrir daginn hafði Sigurbergur 1 höggs forystu yfir Andra og voru þeir tveir í bílstjórasætinu í átt að titlinum. Lárus Garðar Long og Karl Haraldsson náðu að narta aðeins í hæla þeirra í upphafi hringsins en ógnuðu þó aldrei forystunni.
Lokaniðurstaða mótsins var því þessi:
1. sæti – Sigurbergur Sveinsson +14
2. sæti – Andri Erlingsson +14
3. sæti – Lárus Garðar Long +17
4. sæti – Karl Haraldsson +20
5. sæti – Jón Valgarð Gústafsson +27
6. sæti – Rúnar Þór Karlsson +29
Í kvennaflokki bar Sigríður Lára Garðarsdóttir sigur úr býtum en hún lauk leik á +54. Spilamennska Sigríðar var stöðug en hennar besti hringur voru 79 högg á öðrum keppnisdegi.
Í öðru sæti var Katrín Harðardóttir á +85.
Nánar má lesa um mótið á gvgolf.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst