Sjómannamót í golfi

Sjómannamót Ísfélags Vestmannaeyja fer fram á morgun, föstudaginn 10. júní. Glæsilegar golfkylfur eru í aðalverðlaun og aukaverðlaun eru ekki af verri endanum. Veitt verða glæsileg verðlaun í öllum flokkum. Völlurinn lítur vel út og ekki skemmir fyrir að veðurspáin er góð. (meira…)

Fyrirmyndarfélög í Vestmannaeyjum

Fyrirmyndarfélag ÍSÍ er gæðaverkefni íþróttahreyfingarinnar er snýr að íþróttastarfi. Um helgina var bæði ÍBV íþróttafélagi og Golfklúbbi Vestmannaeyja veittar viðurkenningar fyrir störf sín sagt er frá þessu í fréttum á vef ÍSÍ. „Skilar sér í betra og skipulagðara starfi“ ÍBV Íþróttafélag fékk endurnýjun viðurkenningar félagsins sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á hátíðlegri athöfn föstudaginn 8. apríl þegar […]

Tilnefndur sem besti golfvöllur Íslands

Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur verið tilnefndur sem besti golfvöllur Íslands af stofnuninni World Golf Awards. Hægt er að greiða atkvæði með því að ýta á hlekkinn hér að neðan.https://worldgolfawards.com/award/iceland-best-golf-course/2022 (meira…)

Mikið tjón á 17. teig í veðurofsanum

Mikið tjón varð á 17. teig á golfvellinum í Vestmannaeyjum í veðurofsanum sem gekk yfir landið í síðustu viku. Eins og sést á eftirfarandi myndum hrifsaði sjórinn stóran hluta af teignum í burtu. Sautjánda holan er talin ein fallegasta par 3 hola landsins. Hún mælist 133 metrar af öllum teigum en teigurinn liggur við Kaplagjótu. […]

Íslandsmót golfklúbba karla +50 í Eyjum

Íslandsmót golfklúbba í 2. og 3. deild karla +50 ára flokki fer fram á Vestmannaeyjavelli hjá Golfklúbbi Vestmannaeyja dagana 19.-21. ágúst. Alls eru 8 klúbbar sem taka þátt og þar sem að keppt er um Íslandsmeistaratitilinn í 2. deild 2021 í +50 ára. Neðsta liðið fellur í 3. deild. Leikið er í tveimur riðlum og […]

Elsa reið OnlyFans fólki

Elsa Valgeirsdóttir

Nokkur ungmenni hafa nú sagt opinberlega sögur af þeirri þörf sinni að stunda kynferðislegar athafnir undir berum himni í Vestmannaeyjum. Ber þar helst til fregna að markmið gjörningsins er að taka hann upp á myndband og birta á tilteknum samfélagsmiðli fyrir áskrifendur. Upphaflega voru það hinar svokölluðu OnlyFans stjörnur sem greindu sjálfar frá gjörningum sínum […]

Góður árangur GV á Íslandsmóti golfklúbba

Íslandsmót golfklúbba 2021 í efstu deild kvenna – og karla fór fram dagana 22.-24. júlí. Golfklúbbur Vestmannaeyja sendi lið til keppni bæði í karla og kvenna flokki í efstu deild. GR fagnaði tvöföldum sigri en bæði kvenna – og karlalið Golfklúbbs Reykjavíkur sigruðu í úrslitaleikjunum. Strákarnir í GV enduðu í fjórða sæti en GOS hafði betur […]

GV leikur um 3. sætið í Íslandsmóti Golfklúbba

Karlasveit Golfklúbbs Vestmannaeyja leikur í dag um 3. sætið í Íslandsmóti Golfklúbba 2021. Þeir leika gegn Golfklúbbi Selfoss og hefst viðureignin klukkan 9:30. Strákarnir hafa staðið sig afar vel en þetta er besti árangur GV frá upphafi. Hér er hægt að fylgjast með úrslitaleiknum: https://www.golfbox.dk/livescoring/tour/?language=1039… Kvennasveit GV er einnig að spila í 1. deild. Þær […]

Íslandsmót eldri kylfinga í Vestmannaeyjum

Íslandsmót eldri kylfinga 2021 hófst í dag í Vestmannaeyjum en mótinu lýkur á laugardag. Mikill áhugi er á mótinu hjá keppendum og komust ekki allir inn í mótið sem sóttust eftir því. Samkvæmt reglugerð Íslandsmóts eldri kylfinga er hámarksfjöldi keppenda 150, þar af 108 í flokkum 50 ára og eldri (54 karlar og 54 konur) […]

Opnað á sumarflatir

Kylfingar í Vestmannaeyjum geta tekið gleði sína því Golfklúbbur Vestmannaeyja hefur opnað á sumarflatir á fyrstu 12 holum vallarins. Karl Haraldsson hjá GV sagði í samtali við Eyjafréttir að þetta sé heldur fyrr en í meðal ári og að völlurinn komi mjög vel undan vetri. “Við erum að opna á fyrstu 12 núna, veturinn hefur […]