Fimmtudagur á Goslokum (myndir)

Ljósmyndari Eyjafrétta, Óskar Pétur Friðriksson, var að vanda mættur að fanga hátíðarhöldin á filmu. Hér má sjá þær myndir sem hann náði af hinum ýmsu viðburðum gærdagsins. Ljóst er að margt er um manninn. (meira…)
Dagskrá Gosloka um helgina

Goslokahátíðin heldur áfram og nær hápunkti sínum á laugardagskvöldið. Eins og undanfarin ár er dagskrá nokkuð fjölbreytt og mikið út að velja. Athygli vekur þó að mikið er um listasýningar þetta árið og má það eflaust rekja til þess hve mikinn tíma þjóðin hefur haft milli handanna síðasta ár sökum ferða- og samgöngutakmarkana. Dagskránna má […]
Sýningin “Kraftur aftur” í Eldheimum

Goslokahátíðin hefst í dag með opnun ýmissa sýninga og viðburða víða um bæ. Einn stór viðkomustaður hátíðarinnar er ætíð menningarmistöð eldsumbrota eyjanna og gosminjasafnið Eldheimar. Á sýningunni “Kraftur aftur” í Eldheimum sýnir Erling T.V. Klingenberg ljósmyndir, skúlptúra, video og málverk eða skvettiverk eins og listamaðurinn nefnir þau. Opnun sýningarinnar er í dag kl. 17.00. Erling […]
Dagskrá Goslokahátíðar breytt eftir ábendingar

Goslokahátíðin verður haldin að vanda næstkomandi helgi, eða fyrstu helgina í júlí. Goslokadagskrá hafði þegar legið fyrir áður stjórnvöld riftu öllum fyrri samkomutakmörkunum og höftum. Í upprunalegri dagskrá hafði ekki verið gert ráð fyrir skemmtun fullorðinna á Skipasandi á laugardagskvöldinu, 3. júlí, líkt og hefð hefur myndast fyrir. Eftir áberandi ábendingar og umræður íbúa, og […]
Minningarstreymi frá Landakirkju á morgun

Næstkomandi laugardag, 23. janúar, verða liðin 48 ár frá upphafi Heimaeyjargossins. Alla tíð síðan hefur þessi viðburður markað og litað mannlífið í Eyjum. Fyrst var það baráttan við gosið og baráttan um byggðina, síðar hreinsunin og uppbyggingin og síðar baráttan við að sætta sig við breytta bæjarmynd, breytta Heimaey. En alltaf var það samstaðan sem […]
Risa Grease tónleikasýningin frumsýnd á Goslokahátíðinni

TWE Live kynnir með miklu stolti frumsýningu Grease tónleikasýningarinnar á Goslokahátíðinni í Vestmannaeyjum föstudagskvöldið 2. júlí í Íþróttahöllinni. Tónlistarfólkið Jóhanna Guðrún Jónsdóttir og Ingólfur Þórarinsson (Ingó veðurguð) bregða sér í hlutverk eins þekktasta pars kvikmyndasögunnar í tónleikauppsetningu á söngleiknum Grease. „Það er með miklu stolti og gleði sem við hjá TWE Live tilkynnum að Grease […]
Bergey og Vestmanney gefið nafn á goslokahátíð í Vestmannaeyjum

Á goslokahátíð í Vestmannaeyjum, um helgina var nýju togurum Berg-Hugins, Bergey og Vestmanney formlega gefið nafn eins og hefð er fyrir þegar tekið er við nýjum skipum. Athöfnin fór fram á bryggjunni í blíðu veðri og að lokinni athöfn gátu Eyjamenn skoðað þessi glæsilegu skip. Mikil kátína var meðal mannskapsins og vonast menn til að […]
Fjölmenni í göngumessu (myndir)

Góð mæting var í göngumessu í gær sem séra Guðmundur Örn Jónsson leiddi. Lagt var upp frá Landakirkju og þaðan gengið upp að krossinum við gíg Eldfells og endað við Stafkirkjuna á Skansinum. Lúðrasveit Vestmannaeyja flutti nokkur lög ásamt kór Landakirkju. (meira…)
Laugardagur á goslokum (myndir)

Óskar Pétur kom víða við á laugardaginn og myndaði mannlífið og viðburði dagsins. (meira…)
Göngumessa, ratleikur og sýningar

Nú fer hver að verða síðastur að sjá skemmtilegar sýningar í tengslum við goslokahátíð. Göngumessa frá Landakirkja og ratleikur á vegum Ægis verða einnig á boðstólnum í dag. (meira…)