Skólahaup Grunnskóla Vestmannaeyja – myndir

Í morgunn fór fram hið árlega skólahlaup hjá Grunnskóla Vestmannaeyja. Skólahlaupið hefur farið fram í grunnskólum landsins óslitið frá árinu 1984. Allir nemendur GRV hlupu þriggja kílómetra leið eða ÍBV hringinn. Hlaupið hófst klukkan 10:00 með skemmtilegri upphitun frá Önnu Lilju Sigurðardóttur. Eftir hlaupið fengu þátttakendur ávexti og vatn. Fyrstir í mark voru félagarnir Elmar […]
Göngum í skólann 2019

Göngum í skólann var sett í Hofsstaðaskóla í Garðabæ í morgun að viðstöddum góðum gestum. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra á Íslandi til að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta til og frá skóla, hvetja til aukinnar hreyfingar og fræða börn um ávinning reglulegrar hreyfingar. Með þessu er ætlunin […]
Grunnskóli Vestmannaeyja settur í dag

Grunnskóli Vestmannaeyja verður settur í dag föstudaginn 23. ágúst í íþróttahúsinu, nýja salnum og mæti 2. – 10. bekkur kl. 10:00. Eftir skólasetningu er stuttur foreldrafundur hjá viðkomandi umsjónarkennara í umsjónarstofu. Kennsla hjá 2. -10. bekk hefst samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst. Einstaklingsviðtöl nemenda og foreldra 1. bekkjar verða föstudaginn 23. ágúst. Mánudaginn 26. ágúst […]
Fjölgreindarleikum GRV lauk á Stakkó í gær

Hefðbundinni kennslu við Grunnskóla Vestmannaeyja lauk síðast miðvikudag og við tóku hinir árlegu fjölgreindarleikar. “Leikarnir byggja á hugmyndum/kenningum Howards Gardners um fjölgreindirnar þar sem gengið er út frá því að allir séu góðir í einhverju og að allir eigi að fá tækifæri til að fást við það sem þeir eru sterkir í,” sagði Óskar Jósuason, […]
Fiskur árgangsins ekki veiddur og því ekkert að sýna

Nemendur í 5. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja kynntu sér starfsemina í uppsjávarvinnslu Vinnslustöðvarinnar síðastliðinn miðvikudag, 24. apríl, og fóru fjölfróð og ánægð heim, beint úr kakó- og Prins póló-veislu hjá Eydísi á kaffistofunni! Óskað var eftir því í vetur að krakkarnir fengju að stúdera loðnuna alveg sérstaklega, enda loðna fiskur árgangsins í skólanum. Það fór sem […]
Skóladagur í Hamarsskóla í dag

Dagana 19.- 21. mars verða þemadagar í Hamarsskóla. Þessa daga verður unnið með 100 ára afmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver og einn árgangur mun skoða ákveðið þema sem tengist okkar merku bæjarsögu. Fimmtudaginn 21. mars milli 17:00 – 19:00 verður skóladagur Hamarsskóla. Að þessu sinni verður hann með breyttu sniði þar sem afrakstur þessara daga og vinna […]
Allir grunnskólanemar í Eyjum með sýningu í Einarsstofu

Í gær opnaði bráðskemmtileg myndistasýning í Einarsstofu í Safnahúsi. Um er að ræða sýningu allflestra nemenda í Grunnskóla Vestmannaeyja þar sem efnistökin eru saga Vestmannaeyja. Sýningin er hluti af dagskrá 100 kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar. Hver bekkur hefur sitt þema Fyrsti bekkur: Húsin í bænum. Annar bekkur: Þrettándatröll. Þriðji bekkur. Þjóðhátíð. Fjórði bekkur: Eyjafólk. Fimmti bekkur: Lundinn og […]
Tíundi bekkur í GRV mun standa fyrir gangbrautarvörslu

Krakkarnir í 10. bekk í GRV munu standa fyrir gangbrautarvörslu á nokkrum fjölförnum gangbrautum á morgnana í svartasta skammdeginu með það fyrir augum að auka öryggi yngri nemenda á leið sinni í skólann. Verkefnið mun standa yfir frá 3. desember til 1. mars. Lögreglan í Vestmannaeyjum mun að sjálfsögðu verða krökkunum innan handar við framkvæmdina. Verkefnið […]
GRV hljóp norræna skólahlaupið í morgun

Í morgun hlupu nemendur við Grunnskóla Vestmannaeyja hið árlega Norræna Skólahlaup. Hlaupnir voru 3 km, hin svokallaði ÍBV-hringur. Hlaupið var af stað frá Íþróttamiðstöðinni kl. 10:00 en þó ekki fyrr en Anna Lilja Sigurðardóttir var búin að hita hlauparana vel upp. Foreldrum og starfsfólki var boðið að taka þátt í hlaupinu með nemendum og nýttu sér […]
Breytingar á lóðum Grunnskóla Vestmannaeyja

Á fundi fræðsluráðs síðastliðinn mánudag var kynnt áætlun um breytingar á skólalóðum Hamarsskóla og Barnaskóla. Fengnir voru landslagsarkitektar til að leggja upp drög að lagfæringum og framkvæmdum við lóðirnar sem unnið verður eftir. Sem dæmi á að endurnýja yfirborð skólalóðanna a.m.k. að hluta, setja upp fjölbreytt leiktæki og leiksvæði, lýsing verður bætt, bætt við hjólastæðum, […]