Kristín Þórðardóttir sett sýslumaður í Vestmannaeyjum

Dómsmálaráðherra hefur sett Kristínu Þórðardóttur, sýslumanninn á Suðurlandi, tímabundið sem sýslumann í Vestmannaeyjum, frá 1. október nk. til og með 30. september 2024. Tilefni setningarinnar er beiðni Arndísar Soffíu Sigurðardóttur, sem var skipuð í embætti sýslumannsins í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 2020, um lausn frá embætti. Kristín Þórðardóttir mun gegna báðum embættunum á framangreindu tímabili. […]

Sjálfstæðismenn rukka Bjarna um efndir

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi skorar á formann flokksins, Bjarna Benediktsson, að efna gefin loforð um að gera Guðrúnu Hafsteinsdóttur að ráðherra. Þetta kemur fram í áskorun kjördæmisráð sendi frá sér í vikunni þar segir einnig. “Samkvæmt ítrustu túlkunum á hinum svokölluðum „12-18 mánuðum,” þá er tíminn runninn upp, og rúmleg það. Suðurkjördæmi var eina landsbyggðarkjördæmið […]

Leiðir til hraða orkuskiptum í flugi til skoðunar

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp sem er falið að skoða og leggja fram tillögur að því hvaða leiðir séu færar til að hraða orkuskiptum í flugi, með notkun endurnýjanlegs eldsneytis fyrir millilandaflug. Starfshópurinn á í störfum sínum að taka mið af stefnu stjórnvalda, sem og aðgerðaáætlunum um orkuskipti og í […]

Samgöngur við Vestmannaeyjar til umræðu á þingi

Guðrún Hafsteinsdóttir fyrsti þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gerði samgöngur við Vestmannaeyjar að umræðuefni í ræðustól Alþingis í gær. Þar kemur hún inná þá stöðu sem skapaðist í samgöngum við Vestmannaeyjar í síðustu viku og skort á flugi milli lands og Eyja. Ræðuna í heild sinni má sjá hér að neðan: Virðulegi forseti. Ég tel mig […]

1.400 kílómetrar!

Kjördæmavika Alþingis er að baki. Þá starfar þingið ekki heldur gefst alþingismönnum færi á að fara um kjördæmin sín og heilsa upp á fólk á heimaslóðum sínum. Allir þingmenn Suðurkjördæmis ferðuðust saman í kjördæmavikunni og hittu sveitarstjórnarfólk í síðustu viku. Að baki eru nær 1.400 kílómetra akstur og það segir sína sögu. Þingmenn funduðu með […]

D-listinn til sigurs í Eyjum

Ég sótti Vestmannaeyjarnar fögru heim á dögunum og fylltist strax mikilli bjartsýni fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins vegna kosninganna á laugardaginn kemur. Ég fann kraftinn í okkar fólki og sá hversu sterk liðsheild frambjóðendur flokksins í bænum eru. Hugmyndaauðgin mikil og metnaðurinn fyrir hönd bæjarfélagsins sömuleiðis. Við þingmenn og ráðherrar sjálfstæðismanna áttum góð og innihaldsrík samtöl við […]

Útkall F1!

Í bráðatilfellum er talað um „gullnu stundina“, fyrstu klukkustundina eftir slys eða bráð veikindi sem munu skilja milli þess að hægt sé að bjarga lífi einstaklings eða koma í veg fyrir örorku. Gullna stundin markast ekki lengur af 60 mínútum eins og hún gerði áður en orðatiltækið hefur haldist í talmáli fagfólks á heilbrigðissviði og […]

Í aðdraganda kosninga

Góðir íbúar Vestmannaeyja! Að baki er einstaklega vel heppnað prófkjör Sjálfstæðisflokksins hér í bæ og hefur listi framboðsins verið samþykktur. Það er ekki hægt annað en að gleðjast yfir frábærri prófkjörsbaráttu, miklum fjölda fólks sem bauð sig fram og drengilegri baráttu. Allt varð þetta til þess að skila góðri niðurstöðu þar sem valinn maður er […]

Skorar á ráðherra samgöngumála að ganga rösklega til verks

Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi gerði flugsamgöngur við Vestmannaeyjar að umtalsefni í ræðu sinni á Alþingi í gær. Ræðuna má sjá hér að neðan: Herra forseti. Ég vil nota hér tækifærið til að ávarpa þingheim og minna á þá erfiðu og snúnu stöðu sem Vestmannaeyingar búa við varðandi samgöngur. Vestmannaeyjar eru eina sveitarfélag landsins […]

Eflum heilsugæsluna

Ég finn á ferðum mínum vegna kosninganna að fólk vill helst ræða heilbrigðismál og þjónustu heilbrigðiskerfisins. Heimsfaraldur COVID-19 hefur sjálfkrafa sett heilbrigðismál sem fyrsta lið á dagskrá þjóðmálaumræðunnar og á því máli eru ótal hliðar og mismunandi sjónarhorn. Útgjöld vegna heilbrigðiskerfisins eru stærstu póstar fjárlaga ríkisins og aukast í takti við vaxandi álag á heilbrigðiskerfið. […]