Framboðslisti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi samþykktur á fjölmennum fundi

D-listi Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi var samþykkur samhljóða í dag í Grindavík á fjölmennum fundi Kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Á annað hundrað manns tóku þátt í fundinum og var góð stemning og baráttuandi í fólki fyrir komandi þingkosningar. Frá því prófkjör flokksins fór fram 29. maí sl. hefur kjörnefnd verið að störfum við að ganga frá […]
Guðrún sigraði hjá Sjálfstæðisflokknum í Suðurkjördæmi – Jarl endaði í 6. sæti

Loka niðurstaða liggur fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Alls greiddu atkvæði 4.647 manns. Gildir seðlar voru 4.533 og auðir og ógildir 114. Í fyrsta sæti er Guðrún Hafsteinsdóttir með 2.183 atkvæði Í öðru sæti er Vilhjálmur Árnason með 2.651 atkvæði í 1. – 2. sæti. Í þriðja sæti er Ásmundur Friðriksson með 2.278 atkvæði […]
Ferðaþjónustan og náttúra Suðurkjördæmis

Náttúra Suðurkjördæmis er í senn áhugaverð og ólík en einnig yfirþyrmandi og óbeisluð. Hið magnaða sambland íss og elds, beljandi jökulfljóta, formfagurra fossa, svartra stranda og blómlegra landbúnaðarhéraða dregur að erlenda sem innlenda ferðamenn og nær á þeim heljartökum. Í þessu felst mikil gæfa fyrir Suðurkjördæmi en einnig áskoranir. Utan höfuðborgarsvæðisins sækja flestir erlendir ferðamenn […]
Á hverju ætlum við að lifa?

Á næstu 30 árum þurfum við að skapa um 60.000 ný störf. Það jafngildir 2.000 störfum á ári eða um 40 nýjum störfum í hverri einustu viku næstu 30 árin! Því liggur beinast við að spyrja sig: Á hverju ætlum við að byggja verðmætasköpun í samfélaginu í framtíðinni? Höfum samt hugfast að þrátt fyrir að […]
Við eigum samleið

Nýlega tilkynnti ég ákvörðun mína um að sækjast eftir 1. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í prófkjöri sem fram fer í maí vegna alþingiskosninga í haust. Viðbrögðin hafa verið mikil og jákvæð og fyrir þau er ég afar þakklát. Það er vissulega stór ákvörðun að óska eftir umboði til starfa á vettvangi Alþingis og það hafði […]
Guðrún vill leiða lista Sjálfstæðisflokksins

Ég, Guðrún Hafsteinsdóttir tilkynnti í kvöld, félögum mínum á aðalfundi Sjálfstæðisfélagsins í Hveragerði, þá ákvörðun mína að bjóða mig fram til forystu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi sem fram fer í maí. Síðustu vikur og mánuði hef ég fengið mikla hvatningu, alls staðar að í Suðurkjördæmi, til að gefa kost á mér í prófkjöri Sjálfstæðismanna. […]