Þungarokkstrommarinn í Hafnareyri stefnir í húsasmíði

„Ég væri alveg til í að geta lifað á tónlistinni en held að það sé ekki mega-raunsætt í augnablikinu. Þess vegna ætla ég að byrja í fjarnámi í Tækniskólanum í haust og stefni á að útskrifast sem húsasmiður,“ segir Mikael Magnússon, starfsmaður Hafnareyrar og besti trommuleikari Músiktilrauna í ár. Hann er liðsmaður þungarokkssveitarinnar Merkúrs sem […]

Tvö smit greindust í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna

Tvö COVID-smit hafa greinst undanfarna daga í eigin veiruprófum Vinnslustöðvarinnar meðal starfsmanna, annað í VSV en hitt í þjónustufyrirtækinu Hafnareyri ehf., dótturfélagi VSV. Niðurstöðurnar voru í báðum tilvikum staðfestar á heilsugæslunni með PCR-prófum. „Við höfum tekið á sjöunda tug prófa hjá okkur og starfsmennirnir lýsa mikilli ánægju með að þetta sé yfirleitt gert og hvernig […]

Málmsuða i höfn og stefnt næst á vélstjórann

„Ég fór í raunfærnimat fyrir norðan og fékk málmsuðuréttindin þannig. Upphaflega byrjaði ég í vélstjórnarnámi en hafði bara engan áhuga á því þá að sitja á skólabekk. Sé hins vegar núna að gott væri að hafa vélstjórann. Ætli endi ekki með því að ég taki hann líka,“ segir Sigdór Yngvi Kristinsson, starfsmaður Hafnareyrar, nýútskrifaður með […]

Hafnareyri hefur opnað á nýjum stað

Hafnareyri hefur flutt verkstæði sitt á Hlíðarveg 2 (Fiskiver). Á verkstæðinu starfa um 25-30 starfsmenn við hin ýmsu störf. Boðið var til opnunarteitis á föstudaginn hjá Hafnareyri. Á efri hæð hússins er vinnslusalur, trésmíðaverkstæði,  lager og nýtt og glæsilegt starfsmannarými.  Á neðri hæðinni verða vélaviðgerðir, grófari vinna og geymsla. Hafnareyri er ekki bara með verkstæði […]