Minna af makríl við Ísland í sumar

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson er nú á heimleið eftir að hafa lokið þátttöku í árlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi (IESSNS, International Ecosystem Summer Survey in the Nordic Seas) sem hófst 1. júlí. Í leiðangri Árna kringum landið hafa verið teknar 65 togstöðvar og sigldar um 5400 sjómílur eða 10 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar […]
Vísitala norsk-íslenskrar síldar lækkar um 13%

Bráðabirgðaskýrsla um niðurstöður alþjóðlegs leiðangurs frá maí síðastliðnum í Noregshafi og aðliggjandi hafsvæðum liggur nú fyrir. Eitt af meginmarkmiðum leiðangursins er að meta magn og útbreiðslu norsk-íslenskrar síldar og annara uppsjávartegunda. Því til viðbótar er ástand hafsins og vistkerfisins kannað, m.a. hitastig og magn átustofna. Leiðangurinn er skipulagður innan vinnuhóps Alþjóða Hafrannsóknaráðsins (ICES). Þátttakendur í […]
Lagt til 6% lækkun á aflamarki þorsks

Rétt í þessu kynnti Hafrannsóknastofnun úttekt á ástandi nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár. Á grundvelli langtímamarkmiða um sjálfbæra nýtingu er lagt til aflamark fyrir á fjórða tug stofna, sem miðast við varúðarsjónarmið og hámarksnýtingu til lengri tíma litið. Ráðgjöfina má nálgast á vef Hafrannsóknastofnunar undir Ráðgjöf https://www.hafogvatn.is/is/veidiradgjof Hafrannsóknastofnun ráðleggur 6% lækkun á aflamarki þorsks byggt […]
Ráðgjöf nytjastofna fyrir fiskveiðiárið

Hafrannsóknastofnun mun kynna úttekt á ástandi helstu nytjastofna og ráðgjöf fyrir næsta fiskveiðiár nú klukkan 10.00. Kynningin fer fram í nýjum höfuðstöðvum stofnunarinnar að Fornubúðum 5, Hafnarfirði og er einnig streymt. Hlekkur á streymið er https://youtu.be/VKbV2sSBJL4 [Uppfært] Helstu niðurstöður má lesa hér: https://eyjafrettir.is/2020/06/16/lagt-til-6-laekkun-a-aflamarki-thorsks/ (meira…)
Lokaniðurstöður birtar á næstu dögum

Í loðnuleitarleiðöngrum stofnunarinnar í janúar og febrúar mældist ekki nærri nógu mikil loðna til að hægt væri að gefa út ráðgjöf um veiðar. Engar breytingar virðast ætla að verða á því. Vonir bundnar við góða ungloðnumælingu síðasta haust. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun og leiðangursstjóri loðnuleitar stofnunarinnar, segir að nú sé verið að vinna úr […]
Kap VE fer í loðnuleit

Ákveðið er að senda loðnuskipið Kap VE til loðnuleitar og rannsókna. Það verður 4. loðnuleiðangurinn í vetur. Birkir Bárðarson, fiskifræðingur og leiðangursstjóri hjá Hafrannsóknastofnun, kvaðst vona að hægt yrði að fara þegar á morgun í a.m.k. tíu daga leiðangur. Í gær var unnið að skipulagningu. Starfsmenn Hafrannsóknastofnunar verða með um borð. „Við þurfum að fara […]
Niðurstöður gefa ekki tilefni til breyttrar ráðgjafar

Fram hefur komið í fréttum að loðnuskipin Börkur, Polar Amaroq og Hákon voru á loðnumiðunum og kortlögðu fremsta hluta loðnugöngu skammt undan Papey á sunnudag. Hafrannsóknastofnun hefur fengið í hendur bergmálsgögn af mælum skipanna og er bráðabirgðamat að þarna sé nálægt 90 þús. tonn af loðnu. Hafrannsóknastofnun telur, út frá fyrirliggjandi gögnum, líkur á að […]
Fundu töluvert magn af loðnu fyrir austan land

Uppsjávarveiðiskipin Börkur og Polar Amaroq sigldu fram á umtalsvert magn af loðnu fyrir austan land á leið sinni til kolmunnaveiða. „Þetta voru flottar lóðningar hérna vestur af Papey,“ sagði Hálfdán Hálfdánsson skipstjóri á Berki NK í samtali við Eyjafréttir. Skipin gerðu Hafrannskóknarstofnun strax viðvart. „Þetta var allt gert eftir þeirra stjórn, við sigldum eftir ákveðnum […]
Fyrstu niðurstöður úr merkingum á þorski árið 2019

Við Ísland hafa merkingar verið notaðar til að rannsaka far fiska í meira en eina öld en árið 1904 var fyrsti þorskurinn merktur við Ísland. Síðan þá hefur þorskur verið merktur reglulega en með nokkrum hléum. Hafrannsóknastofnun merkti þorska árið 2010 og eftir 9 ára hlé hófust merkingar aftur í mars 2019 þegar 1800 þorskar […]
Loðnumælingum næstum lokið

Loðnumælingar rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar og fimm uppsjávarveiðiskipa, Heimaeyjar VE, Hákons EA, Aðalsteins Jónssonar SU, Barkar NK og Polar Amaroq, kláruðust nokkurn vegin í nótt. Einungis lítið svæði út af Húnaflóa er óyfirfarið og mun Árni Friðriksson klára það þegar veður leyfir aftur. Endanlegar niðurstöður þessara mælinga liggja því ekki fyrir en vegna þeirra hagsmuna sem […]