Loðnuleiðangri lokið án árangurs

Heimaey VE er er komin til hafnar í Vestmannaeyjum eftir að hafa lokið loðnuleiðangrinum sem hófst í síðustu viku. Ábending barst um loðnu upp af Víkurál í vikunni en leit þar leiddi ekki í ljós verulegt magn. “Það var loðna að ganga upp, sennilega úr Víkurálnum, en þetta var ekki magn sem skiptir miklu máli […]

Lítið um loðnufréttir

Það er svo sem lítið að frétta enn þá,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri loðnuleitar Hafrannsóknastofnunar í samtali við Fiskifréttir. Af þremur skipum sem hófu loðnuleiðangurinn fyrir helgi er aðeins Heimaey VE eftir á miðunum. Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak luku yfirferð sinni fyrir suðaustan land fyrir nokkrum dögum án þess að finna loðnu í […]

Vonast til að geta haldið loðnuleit áfram í kvöld

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við fiskifréttir að tvö af skipunum í yfirstandandi loðnuleitarleiðangri hafi þurft að gera hlé á rannsókninni vegna veðurs. Þetta eru Heimaey VE og Polar Ammassak sem eru nú við Ísafjörð. „Vonandi komast þeir út í kvöld eða með morgninum. Planið er að þeir haldi áfram í kantinum […]

Ráðgjöf um aflamark uppsjávarstofna fyrir árið 2024

Fyrir helgi veitti Alþjóðahafrannsóknaráðið (ICES) ráð um veiðar á norsk-íslenskri síld, makríl og kolmunna fyrir árið 2024 (ices.dk). Hafrannsóknarstofnun birti á vef sínum helstu niðurstöður sem eru þessar: Veruleg lækkun í norsk-íslenskri vorgotssíld Norsk-íslensk vorgotssíld ICES leggur til, í samræmi við langtímanýtingastefnu, að afli ársins 2024 verði ekki meiri en 390 þúsund tonn. Ráðgjöf yfirstandandi […]

Efling hafrannsókna og burðarþolsmats fjarðakerfa

Frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2024 gerir ráð fyrir auknu framlagi til hafrannsókna hjá Hafrannsóknastofnun (Hafró) sem nemur 180 milljónum króna. Markmið aukningarinnar er að skapa sjávarútvegi skilyrði til aukinnar verðmætasköpunar. Utan þess að styrkja rekstrargrunn Hafró verður framlagið nýtt til að ráðast í heildræna skoðun á vistkerfum hafs og vatna og verndun þeirra. Hafin verður […]

Lífmassi makríls ekki minni síðan 2007

Niðurstöður frá sameiginlegum uppsjávarleiðangri Íslendinga, Færeyinga, Norðmanna og Dana sýna að lífsmassi makríls hefur ekki mælst minni síðan árið 2007 á Norðaustur-Atlantshafi. Leiðangurinn var farinn á tímabilinu 1. júli til 3. ágúst í sumar. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknastofnunar. Vístitala lífmassa makríls var metin á 4,3 milljón tonn sem er 42% lækkun frá […]

Ástand makríls svipað og á síðasta ári

Rannsóknaskipið Árni Friðriksson lauk þátttöku í árlegum alþjóðlegum uppsjávarvistkerfisleiðangri í Norðurhöfum að sumarlagi þann 21. júlí. Í þessum 19 daga leiðangri Árna kringum landið voru teknar 43 togstöðvar og sigldar um 3250 sjómílur eða 6 þúsund km. Þá voru gerðar sjómælingar og teknir átuháfar á öllum yfirborðstogstöðvum. Þetta kemur fram í frétt á vef Hafrannsóknarstofnunnar. […]

Horfið frá ráðgjöf um svæðaskipt loðnuaflamark

Hafrannsóknastofnun hefur ákveðið að endurskoða loðnuveiðiráðgjöf sem gefin var út 24. febrúar 2023 fyrir núverandi fiskveiðiár. Endurskoðunin felst í því að Hafrannsóknastofnun telur óhætt að hverfa frá ráðgjöf um svæðaskipt aflamark. Endurskoðunin byggir á ítarlegri yfirferð veiðiskipa fyrir Norðurlandi, með sérstaka áherslu á Húnaflóasvæðið, ásamt könnun rannsóknaskipsins Bjarna Sæmundssonar og veiðiskipsins Venusar NS út af […]

184 þúsund tonna aukning

Hafrannsóknastofnun leggur til að loðnuafli fiskveiðiárið 2022/2023 verði ekki meiri en 459 800 tonn, en það er 184 100 tonna aukning frá síðustu ráðgjöf. Aukning þessi byggir á mælingum úti fyrir Húnaflóa uppúr miðjum febrúar. Það er mat Hafrannsóknastofnunar að loðnan sem þar mældist muni líklegast hrygna á þeim slóðum. Út frá varúðarsjónarmiðum hvetur stofnunin […]

Hækkun loðnuráðgjafar væntanleg á næstu dögum

Yfirferð rannsóknarskipa í mælingum á stærð loðnustofnsins í janúar síðastliðnum norðvestan við landið var takmörkuð vegna hafíss á svæðinu. Við kynningu á breyttri veiðráðgjöf í kjölfar þess leiðangurs, boðaði Hafrannsóknastofnunin að farið yrði til mælinga á því svæði seinna með það fyrir augum að kanna betur norðvesturmið með tilliti til þess hvort ómældur stofnhluti hafi […]