ÍBV-FH í dag

Sjöunda umferð Olís deildar karla rúllar af stað í Vestmannaeyjum í dag þegar ÍBV tekur á móti FH klukkan 13.30. Viðureignir þessara liða hafa oft á tíðum verið mikil skemmtun. ÍBV er sem stendur í þriðja sæti deildarinnar með átta stig en FH er í því sjöunda með sex stig. (meira…)

Úrslit yngri flokka um helgina

Það var mikið um að vera hjá yngri flokkum og u-liði ÍBV í handboltanum um helgina. Hér að neðan má sjá úrslit leikja helgarinnar. Upplýsingarnar eru fengnar af facebook síðu ÍBV. 3.flokkur karla 1.deild Afturelding – ÍBV : 29-34 3.flokkur karla 3.deild Afturelding2 – ÍBV3 : 27-37 4.flokkur kvenna 1.deild Fjölnir/Fylkir – ÍBV: 19-33 4.flokkur […]

Sigtryggur lánaður til Austurríkis

Sigtryggur Daði Rúnarsson er á leiðinni til austurríska liðsins Alpla Hard. Erlingur Richardsson staðfesti þetta í samtali við Seinni bylgjuna á Stöð2sport að loknum leik Aftureldingar og ÍBV í Olísdeildinni í gær. Erlingur sagði Sigtrygg Daða vera lánaðan til austurríska liðsins til ársloka og verða tilbúin í slaginn með liðinu í riðlakeppni Evrópudeildarinnar sem hefst […]

Bæði lið á útivelli í dag

Karla og kvenna lið ÍBV í handbolta leika bæði leiki á útivelli í dag. Stelpurnar ríða á vaðið klukkan 14:00 þegar þær mæta Haukum á Ásvöllum. Stelpurnar eru í 3. sæti deildarinnar með fjögur stig eftir jafn marga leiki. Hauka stúlkur sitja í 6. sæti. Leikurinn verður í beinni útsendingu á HaukarTV. Strákarni hefja leik […]

Karlaliðin sitja hjá í fyrstu umferð í bikarnum

Í morgun var dregið í 32 liða úrslit bikarkeppni HSÍ. ÍBV sendir tvö karla lið til keppni að þessu sinni. Dregið var í þrjár viðureignir og mætast eftirfarandi lið: Þór – Afturelding Fjölnir – Fram FH – Grótta Liðin sem sátu hjá í 32 liða úrslitum að þessu sinni voru Valur sem Íslandsmeistarar og KA, […]

Stelpurnar mæta liði frá Madeira

Í dag var dregið í 3.umferð í Evrópubikar kvenna, en kvennalið ÍBV tryggði sér farmiðann þangað í gær með samanlögðum sigri úr tveimur leikjum gegn O.F.N. Ionias. Stelpurnar mæta félagsliðinu Madeira frá Portúgal í 32-liða úrslitum. Ef leikirnir fara fram heima og að heiman þá á ÍBV heimaleik helgina 3. og 4. desember og svo […]

HK – ÍBV í Kórnum

Olís deild kvenna er farin aftur af stað eftir landslliðshlé. ÍBV stelpurnar leggja land undir fót í dag og mæta HK stúlkum í Kórnum klukkan 14:00 í dag. HK situr á botni deildarinnar en ÍBV er í 3. sæti sem stendur. (meira…)

ÍBV mætir Stjörnunni í kvöld

Það má gera ráð fyrir hörku handboltaleik í íþróttamiðstöðinni í kvöld þegar ÍBV og Stjarnan mætast í fyrsta leik fimmtu umferðar í Olísdeild karla. Báðum liðum hefur verið spáð góðu gengi á á leiktíðinni. ÍBV er sem stendur í öðru sæti deildarinnar með sex stig en Stjarnan situr í því sjötta með fjögur stig en […]

Kjötsala ÍBV – lokafrestur í dag

Handknattleiksráð ÍBV vill minna Eyjamenn á kjötsölu deildarinnar í samstarfi við kjötvinnsluna B. Jensen á Akureyri. Í boði er: 5x 500 gr. nautahakk kr. 5.500 10x 500 gr. nautahakk kr. 11.000 10x hamborgarar kr. 2.800 Allt kemur þetta í handhægum umbúðum sem raðast vel í frysti. Pöntunum frá Vestmannaeyjum verður ekið heim að dyrum en […]

Ungmenni frá Eyjum í landsliðum.

Þjálfarar yngri landsliða karla hafa valið æfingahópa fyrir sín lið en áætlað er að liðin æfi á höfuðborgarsvæðinu 12. – 16. okt. 2022. Í hópunum má finna fjölmarga unga og efnilega leikmenn frá ÍBV. Drengirnir sem um ræir eru þeir Morgan Goði Garner, Andri Erlingsson, Andri Magnússon, Elís Þór Aðalsteinsson, Andrés Marel Sigurðsson, Elmar Erlingsson, […]

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.