Loðnuleiðangri lokið án árangurs

Heimaey VE er er komin til hafnar í Vestmannaeyjum eftir að hafa lokið loðnuleiðangrinum sem hófst í síðustu viku. Ábending barst um loðnu upp af Víkurál í vikunni en leit þar leiddi ekki í ljós verulegt magn. “Það var loðna að ganga upp, sennilega úr Víkurálnum, en þetta var ekki magn sem skiptir miklu máli […]

Lítið um loðnufréttir

Það er svo sem lítið að frétta enn þá,“ segir Birkir Bárðarson, leiðangursstjóri loðnuleitar Hafrannsóknastofnunar í samtali við Fiskifréttir. Af þremur skipum sem hófu loðnuleiðangurinn fyrir helgi er aðeins Heimaey VE eftir á miðunum. Ásgrímur Halldórsson SF og Polar Ammassak luku yfirferð sinni fyrir suðaustan land fyrir nokkrum dögum án þess að finna loðnu í […]

Vonast til að geta haldið loðnuleit áfram í kvöld

Guðmundur Óskarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, segir í samtali við fiskifréttir að tvö af skipunum í yfirstandandi loðnuleitarleiðangri hafi þurft að gera hlé á rannsókninni vegna veðurs. Þetta eru Heimaey VE og Polar Ammassak sem eru nú við Ísafjörð. „Vonandi komast þeir út í kvöld eða með morgninum. Planið er að þeir haldi áfram í kantinum […]

Heimaey í loðnuleit

Í gær héldu alls fimm skip út til mælinga á stærð loðnustofnsins. Til viðbótar við rannsóknaskip Hafrannsóknastofnunar, Bjarna Sæmundsson og Árna Friðriksson, verða það loðnuskipin Heimaey frá Vestmannaeyjum, Jóna Eðvalds og Ásgrímur Halldórsson frá Hornafirði. Útgerðir uppsjávarveiðiskipa standa sameiginlega undir kostnaðinum við úthald loðnuskipanna. Vísindamenn frá stofnuninni verða um borð í hverju skipi. Gert er […]

Hrognavinnsla hafin

Sigurður VE við bryggju

„Það er byrjað að landa úr Sigurði hann er með tæp 1000 tonn,“ sagði Eyþór Harðarson útgerðarstjóri hjá Ísfélaginu kátur í morgunsárið. Bæði Heimaey og Sigurður komu til hafnar í nótt en Heimaey var með fullfermi að sögn Eyþórs. „Við erum að dæla í nýju tankana núna í fyrsta skiptið. Tilkoma þeirra gerir það að […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.