Nýstofnuðum fyrirtækjum gert auðveldara fyrir
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær um að nýstofnuðum fyrirtækjum verði gert kleift að sækja endurgreiðslu í sjóð hjá sveitarfélaginu að hámarki 200.000 kr. vegna opinberra gjalda sem þau greiða til sveitarfélags (á borð við fasteignagjöld, leyfis- og lóðagjöld) og falla til á fyrsta starfsári félagsins. Ekki er um að ræða endurgreiðslu […]
Stafrænt samstarf sveitarfélaga
Helga Kristín Kolbeins, bæjarfulltrúi og fulltrúi Vestmannaeyjabæjar í stafrænu samstarfi sveitarfélaga, gerði grein fyrir vinnu hópsins og áætlun um stafræna umbreytingu á næsta ári á fundi bæjarstjórnar á miðvikudag. Samstarfið er fjármagnað annars vegar með skyldubundnu grunnframlagi sem rennur fyrst og fremst til þess að standa undir launakostnaði sérfræðinga í stafrænu umbreytingateymi sveitarfélaga og hins […]
Taprekstur í fyrsta skipti í 14 ár
Í fyrsta skipti í 14 ár eða frá síðustu stjórnartíð vinstri manna, er taprekstur á sveitarsjóði Vestmannaeyjabæjar nú staðreynd og slakasta heildarrekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar síðan 2006. Slíkt vekur eðlilega áhyggjur og vonbrigði undirritaðra. Útsvarstekjur langt yfir áætlunum Útsvarstekjur síðasta árs eru 230 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir heimsfaraldur. Samt sem áður mistekst […]
Veldu Vestmannaeyjar
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert það að formlegri tillögu sinni að Vestmannaeyjabær hrindi af stað átaksverkefninu ,,Veldu Vestmannaeyjar” sem miðar að því að kynna Vestmannaeyjar sem eftirsóknarverðan búsetukost fyrir einstaklinga og fjölskyldur með áherslu á þá sem geta sinnt störfum sínum í fjarvinnu frá Vestmannaeyjum. Breytt íbúaþróun undanfarin 15 ár hefur leitt af sér töluverða fækkun […]
Við erum enn 100 árum seinna með áhyggjur af samgöngum
Í gær 22. nóvember var haldinn hátíðarfundur í Bæjarstjórn í tilefni 100 ára kaupstaðarafmælis bæjarins. Þar voru kynntir viðburðir í tilefni tímamótanna þar sem vonandi allir geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Í máli mínu á fundinum kom ég inn á að þrátt fyrir að komin séu 100 ár frá því að við fengum kauptaðaréttindi […]
Samgöngumál gerð að pólitísku bitbeini
Í framhaldi af bæjaráðsfundi í vikunni birti Hildur Sólveig Sigurðadóttir grein þar sem lýst er hvernig minnihlutanum er haldið utan við umræður um eitt af okkar helstu hagsmunamálum sem eru samgöngumál. Njáll Ragnarsson birti í kjölfarið grein þar sem hann gerir lítið úr áhyggjum hennar af lýðræðishalla og sakar Sjálfstæðismenn um sleggjudóma í sömu andrá […]