Dæmdir fyrir milljóna dósasvindl
Tveir karlmenn í Vestmannaeyjum hafa verið dæmdir í þrjátíu og 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa dregið sér rúmlega tvær milljónir króna sem starfsmenn Endurvinnslunnar í Heimaey. Mennirnir útbjuggu kvittanir fyrir móttöku drykkjarumbúða, án þess að skila slíkum umbúðum, og hirtu skilagjaldið. Dómar í málunum féllu í Héraðsdómi Suðurlands fyrr í mánuðinum en mennirnir […]
Fjarfundartækni nýtt hjá sýslumanni og héraðsdómi
Þau tímamót urðu í dag að fjarfundarbúnaður var notaður í dómsal Héraðsdóms Suðurlands í Vestmannaeyjum í fyrsta sinn. Dómssalur héraðsdóms Suðurlands er í húsnæði sýslumanns í Vestmannaeyjum við Heiðarveg og samnýta stofnanirnar fjarfundarbúnað í sinni starfsemi, sýslumaður fyrir fundi og fyrirtökur og héraðsdómur við meðferð dómsmála. Sérstakar heimildir þurfti til að sýslumenn og dómstólar gætu nýtt sér […]
Krefst átta milljóna í miskabætur
Kona, sem varð fyrir alvarlegri líkamsárás í Vestmannaeyjum í september 2016, krefst átta milljóna króna í miskabætur auk vaxta frá 25 ára gömlum karlmanni sem ákærður hefur verið fyrir árásina, en ákæran var þingfest í Héraðsdómi Suðurlands í dag. Fram kemur í frétt Ríkisútvarpsins að maðurinn sé sakaður um að hafa kýlt konuna í andlitið við skemmtistaðinn […]
Dæmdir fyrir ránstilraun
Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo karlmenn til sex mánaða skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tilraun til ráns í Vestmannaeyjum árið 2016. Mennirnir tveir voru ákærðir fyrir að hafa hótað manni líkamsmeiðingum í því skyni að hafa af honum fjármuni. Fór annar af þeim sem væru dæmdir með manninn inn í anddyri Landsbankans á Bárustíg í Vestmanneyjum á […]