Kvenna leikurinn frestast, óvissa með morgundaginn

Leik kvennaliðsins ÍBV gegn HK sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þar sem engar siglingar voru með Herjólfi í gær. Leikurinn hefur verið færður til sunnudags og eiga því bæði karla- og kvennaliðin bókaða leiki þann dag. Báðir leikirnir eru þó háðir því að Herjólfur sigli milli lands og Eyja í […]
Nýr samningur tækifæri til að vinna upp tap ársins 2020

Bæjarstjóri lagði á þriðjudag fram drög að endurnýjuðum samningi Vegagerðarinnar og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Vestmannaeyjaferjunnar Herjólfs fyrir bæjarráð. Samninganefnd Vestmannaeyjabæjar kynnti samninginn fyrir bæjarfulltrúum daginn áður. Samningurinn verður lagður fram til staðfestingar á næsta fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Samningurinn verður birtur þegar búið er að undirrita hann. Stefnt er að undirritun mánudaginn 8. febrúar nk. Bæjarráð […]
Stefnt að því að kynna samninginn fyrir bæjarfulltrúum í vikunni

Umræða um samgöngumál fór fram á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri, fór yfir samskipti sín við samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, vegamálastjóra og formann stjórnar Herjólfs ohf., um stöðu samnings um rekstur Herjólfs ohf. Samkvæmt upplýsingum frá vegamálastjóra ætti að vera hægt að ljúka samningsdrögunum á næstu dögum. Stefnt er að því að kynna […]
Mest lesið 2020 – 2.sæti: Herjólfur þurfti að sæta lagi

Næst mest lesna frétt ársins á vef Eyjafrétta var myndband af Herjólfi við mynni Landeyjarhafnar þar sem hann snýr við. Töluverður ótti greip um sig um borð. (meira…)
Takk fyrir mig – yndislega eyja.

Undir lok árs 2018 er fastalandinu sleppt og haldið til Eyja þar sem næstu tvö árin skyldi sinna mikilvægu verkefni fyrir samfélagið í Eyjum. Fjölskyldan var áhugasöm að festa búsetu í Vestmannaeyjum enda yndislegur staður. Samfélagið tók okkur opnum örmum og munum við búa að góðum tengslum sem skapast hafa á þessum tíma. Hér höfum […]
Enginn vildi setja upp fendera

Enginn áhugi virðist vera hjá verktökum að setja upp svokallaða fendera í höfnum. Í tvígang hafa slík útboð verið auglýst á vef Vegagerðarinnar en engin tilboð bárust í verkin. Sagt er frá þessu í Morgunblaðinu í dag. Fenderar eru viðameiri og betri en það sem venjulega er sett upp í höfnum, þ.e.a.s. hjólbarðar eða gúmmíslöngur […]
Ekkert útlit fyrir siglingar í dag

Herjólfur sendi frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að hvorki er fært til Landeyjahafnar né Þorlákshafnar þennan morguninn og því falla eftirfarandi ferðir niður. Frá Vestmannaeyjum kl 07:00, 09:30 og 12:00 og í kjölfarið frá Landeyjahöfn/Þorlákshöfn kl 08:15, 10:45 og 13:15. Veðurspá sýnir versnandi veður og rísandi öldu með deginum því útlit að ófært […]
Gjaldskrá Herjólfs mun hækka frá og með 1. desember

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum hefur náðst samkomulag milli samninganefndar Herjólfs ohf. og Vegagerðarinnar um drög að samningi um rekstur Herjólfs ohf. næstu árin. Unnið er að því að ljúka við gerð hins formlega samnings. Rekstur og fjárhagur félagsins hefur verið þungur á þessu ári og hefur covid -19 haft mikil áhrif þar […]
Engar ferðir seinnipatinn

Vegna bæði ofsaveðurs- og sjólags hefur verið ákveðið að fella niður ferðir seinni partinn í dag þar sem bæði er ófært til Landeyjahafnar og Þorlákshafnar. Ákvörðun sem þessi er alltaf tekin með hagsmuni bæði farþega og áhafnar í huga. Vonum við að farþegar okkar sýni þeirri ákvörun skilning. Segir í tilkynningu frá Herjólfi. Hvað varðar […]
Umtalsverður sparnaður að sigla fyrir rafmagni

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur gengur ágætlega fyrir rafmagni. Guðbjartur Ellert Jónsson, framkvæmdastjóri Herjólfs ohf., segir í samtali við mbl.is að umtalsverður sparnaður og hagkvæmni sé af því að sigla fyrir rafmagni í stað dísilolíu. Rafmagnið kosti aðeins brot af verði olíu. Hann gefur ekki upp tölur í því sambandi, segir að reka þurfi skipið í lengri tíma […]