Leik kvennaliðsins ÍBV gegn HK sem átti að fara fram í dag hefur verið frestað þar sem engar siglingar voru með Herjólfi í gær. Leikurinn hefur verið færður til sunnudags og eiga því bæði karla- og kvennaliðin bókaða leiki þann dag. Báðir leikirnir eru þó háðir því að Herjólfur sigli milli lands og Eyja í dag. Veðurspá fyrir siglingar er ekki hagstæð fyrir seinni partinn í dag stefnt er að því gefa út tilkynningu fyrir kl. 15:00 í dag.
ÍBV – HK (Olís deild kvenna) 11:30
ÍBV – KA (Olís deild karla) 13:45
Báðir leikir verða sýndir í beinni útsendingu á ÍBV TV á YouTube