Leikur ÍBV og Blika færður vegna verkfalls

Í dag klukkan 17.30 mætast á Hásteinsvelli í Pepsí Max deild kvennalið ÍBV og Breiðabliks. Leikurinn var upphaflega settur á klukkan 18:00 en var færður þar sem Blikar þurfa að fljúga í leikinn vegna verkfalls um borð í Herjólfi. Blikar eru sem stendur í toppbaráttu deildarinnar en ÍBV í áttunda sæti með þrjú stig eftir […]
Tveggja sólarhringa verkfall hafið

Annað verkfall undirmanna á Herjólfi hófst núna á miðnætti og stendur í tvo sólarhringa. Það er því ljóst að lítið verður um ferðir í dag og á morgun en allar ferðir Herjólfs féllu niður í síðustu verkfallsaðgerð þann sjöunda þessa mánaðar. Þriðja verkfallið er svo yfirvofandi 21.júlí, 22.júlí og 23.júlí. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér […]
Aukaferðir í dag og fimmtudag vegna verkfalls

Herjólfur hefur sett á aukaferðir í dag og fimmtudag farið er frá Vestmannaeyjum 14:30 og frá Landeyjahöfn 15:45. Vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi n.k þriðjudag og miðvikudag (14-15. júlí) verða engar ferðir sigldar þessa tvo daga. (meira…)
Verkfall í næstu viku

Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér tilkynningu þar sem því er beint til farþega sem þurfa að ferðast til eða frá Vestmannaeyjum að gera ráðstafanir með ferðalög vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi n.k þriðjudag og miðvikudag (14-15. júlí). Fulltrúi félagsmanna í SÍ hafnaði boði stjórnar Herjólfs ohf. Frekari fundir hafa ekki verið boðaðir og […]
Samgöngur og traust!

Traustar og öruggar samgöngur eru lykilatriði í rekstri nútíma samfélags. Vestmannaeyjar hafa lengi búið við bresti og vantraust á samgöngum. Oftast eru það náttúruöflin sem ráða för, en stundum eru það mannanna verk! Ferðaþjónustan í landinu rær lífróður í fordæmalausu umhverfi og baráttan aldrei verið harðari. Ferðamálasamtök Vestmannaeyja hafa í samstarfi við Vestmannaeyjabæ hrint af […]
Fóru í Landeyjahöfn á tuðrum

Karlalið ÍBV í fótbolta mætir Leikni klukkan 18:00 í dag. Þar sem Herjólfur siglir ekki milli Lands og Eyja vegna verkfalls undirmanna á Herjólfi brugðu ÍBV menn á það ráð að ferðast í Landeyjahöfn með tuðrum til að ná í leikinn. Góður andi var í hópnum þegar blaðamaður hitti á leikmenn við brottför enda allar […]
Þegar nóg er nóg!

Það er kannski að æra óstöðugan að fjalla dulítið um Landeyjahöfn. Þetta er heldur ekki beint um Landeyjahöfn, heldur hvernig við Eyjamenn nálgumst samgöngur okkar, fjöllum um þær á samfélagsmiðlum og hvort við gerum okkur grein fyrir hversu skaðleg þessi ótrúlega neikvæða umræða hefur á samfélagið okkar. Umræða hefur skapast um ferð Herjólfs á sunnudag […]
Herjólfur þurfti að sæta lagi (myndband)

Herjólfur lenti í vandræðum við Landeyjahöfn nú fyrr í kvöld í að siglingu og þurfti frá að hverfa. Aðstæður voru erfiðar í kvöld en allar ferðir eftir hádegi í dag hafa fallið niður. Töluverður ótti greip um sig um borð í bátnum þegar skyndilega var beygt frá. Meðfylgjandi myndband sýnir fyrst þegar báturinn sneri við […]
Ófært í Landeyjahöfn

Herjólfur sendi rétt í þessu frá sér eftirfarandi tilkynningu “Farþegar athugið. Því miður er orðið ófært til Landeyjahafnar vegna veðurs-og sjólags.Við erum að vona að aðstæður komi til með að lagast í Landeyjahöfn. Því færast pantanir frá Vestmannaeyjum kl: 12:00 til 14:30 og frá Landeyjahöfn kl: 13:15 til 15:45. Við getum út tilkynningu um leið […]
Tekjufall Herjólfs vegna kórónuveirunnar mikið

Þeim ferðum sem Herjólfur hefur þurft að sigla til Þorlákshafnar vegna óhagstæðra skilyrða í Landeyjahöfn hefur fækkað til muna með nýju skipi. Vegna kórónuveirunnar er fyrirséð að farþegum fækki mikið á þessu ári. Þetta kemur fram í frétt sem visir.is birti í morgun Frá því nýi Herjólfur hóf að sinna hlutverki sínu um mitt síðasta […]