Herjólfur III færður á Binnabryggju – Kviður í 38 m/s við Básasker

Herjólfur III var við það að losna frá bryggju vegna hvassrar vestanáttar sem nú gengur yfir Vestmannaeyjar þannig að brugðið var á það ráð að færa Skipið á Binnabryggju. Flotbryggja varð einnig fyrir tjóni í óveðrinu. Landgangur bryggjunnar liggur nú hálfur í kafi. Vindhraðamælirinn á Stórhöfða hefur ekki sent frá sér merki síðan 7:00 […]
Fella niður seinni ferð dagsins og fyrri ferðina á morgun

Eftirfarandi tilkynning var að berast frá Herjólfi “í ljósi fyrirhugaðrar veðurspár og siglingar aðstæðna hafa skipstjórar Herjólfs tekið þá ákvörðun að fella niður seinni ferð dagsins sem og fyrstu ferð morgundagsins, 8. janúar. Er þessi ákvörðun tekin með öryggi farþega og áhafnar í huga. Eftirfarandi ferðir hafa þá verið felldar niður: Frá Vestmannaeyjum kl: 17:00 […]
Siglir senn fyrir rafmagni

Vestmannaeyjaferjan Herjólfur skiptir úr dísilolíu í rafmagn sem hlaðið er úr landi upp úr miðjum mánuði, ef ekkert nýtt kemur upp á. Dísilvélin verður áfram notuð með en talið er að þegar hægt verður að sigla fyrir rafmagni úr landi muni 35-40% olíukostnaðar sparast, að því er fram kemur í Morgunblaðinu í dag. Öll orka […]
Aðgengismál í Herjólfi

Björg Ólöf Bragadóttir sagði farir sínar ekki sléttar á facebook síðu sinni fyrr í dag. Þar fer hún yfir samskipti sín við Herjólf og lýsir vandamálum sem hún og Valgeir eiginmaður hennar lentu í við að koma Valgeiri til Reykjavíkur í aðgerð en færsluna má lesa hér að neðan. Við hjá Eyjafréttum leituðum viðbragða hjá […]
Herjólfur í 60 ár

Þegar þetta er skrifað, kl. 14.00 í dag, fimmtudaginn 12. desember eru nákvæmlega 60 ár síðan fyrsti Herjólfur lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum. Þess verður minnst með ljósmyndasýningu í Einarsstofu kl. 17.00 í dag. Þar sýnir Sigurgeir Jónasson myndir sem hann hefur tekið af Herjóli, 1, 2 og 3 og líka af þeim fjórða þar […]
Nýr Herjólfur undir kostnaðaráætlun

Heildarkostnaður við ferjuskipti í Vestmannaeyjum nemur ríflega 5,3 milljörðum króna með rafvæðingu Herjólfs. Þar af er smíðakostnaður rúmlega 4,5 milljarðar króna. Áætlaður kostnaður við ferjuskiptin var 5,6 milljarðar króna. Heildarkostnaður er því lægri en upphaflega var áætlað. Alþingi heimilaði um mitt ár 2016 að bjóða út smíði ferju. Áætlaður kostnaður var 4,8 milljarðar króna á […]
Myndband úr brúnni á Herjólfi í austan 30 m/s

Óskar Pétur Friðriksson tók þessi myndbönd úr brúnni á Herjólfi í gær. Óskar sagði skipið hafa farið vel með fólk og almenn ánægja um borð. “Það var allt eðlilegt um borð, fólk pantaði mat, spilaði og spjallaði.” (meira…)
Herjólfur settur niður á morgun

Herjólfur verður settur niður á morgun eftir átta daga á þurru í Slippnum á Akureyri. Áætlað er að sigla honum til Reykjavíkur á mánudag og hann verði kominn þangað á þriðjudag. Þar verður m.a. björgunarbátar settir um borð. Síðan verður siglt til Eyja að því loknu. „Slipptakan hefur gengið vel og búið að gera við […]
Ferðalagið gengur vel hjá Herjólfi – myndir

Herjólfur hin nýji yfirgaf Eyjar með miklum darraðardansi við krappa lægð nú í vikunni. Þar gaf sig spil sem átti að halda skipinu við bryggju. „Það voru hér upp undir 40 metrar í höfninni en þetta var ekkert stórmál. Það þurfti bara að stökkva um borð, leysa ferjuna og færa hana. Sem við gerðum,“ segir […]
Veður og sjólag er óhagstætt um helgina

Vestmannaeyjaferjan Herjóflur sendi rétt í þessu frá sér eftirfaranadi tilkynningu á facebook síðu sinni. Farþegar athugið 12.september 2019 Við viljum góðfúslega benda farþegum á að bæði veður og sjólag er ekki hagstætt seinni part föstudags og um helgina. Biðjum við því þá farþega sem ætla sér að ferðast um helgina, að fylgjast með gang mála […]