Öryggi lands­manna ógnað

Það er með öllu óásættanlegt að mannanna verk valdi skertu öryggi íbúa utan höfuðborgarsvæðisins. Á sama tíma og aftakaveður geisar á landinu, veðuraðstæður sem geta gert almennt sjúkraflug ómögulegt, liggur neyðarþjónusta björgunarþyrlna Landhelgisgæslunnar alfarið niðri. Kjaradeila flugvirkja og skipulag í kringum viðhald hefur skapað þær aðstæður að neyðaraðstoð með björgunarþyrlum er einfaldlega ekki í boði. […]

Trúnaðarbrestur innan bæjarstjórnar

Undirritaðri kom það í opna skjöldu við lestur fundargerðar bæjarráðs að tölvupóstur sem ég sendi persónulega á bæjarstjóra í byrjun nóvember var gerður að opinberu fylgiskjali á vefsíðu sveitarfélagsins að mér forspurðri. Innihald tölvupóstsins upplýsandi Í tölvupóstinum voru engin hernaðarleyndarmál, þar var einfaldlega verið að óska eftir upplýsingum um kostnað vegna stöðugilda, forsendum ákvörðunartöku vegna […]

Fjölgun bæjarfulltrúa lýsir fullkomnu taktleysi

Fyrir bæjarstjórnarfundi morgundagsins liggur fyrir tillaga um nýja bæjarmálasamþykkt Vestmannaeyjabæjar. Verði hún samþykkt eins og hún liggur fyrir mun bæjarfulltrúum fjölga um tvo, úr 7 í 9. Ákvörðun tekin án þess að kostnaður liggi fyrir Líkt og oft áður ætlar meirihlutinn að taka kostnaðaraukandi ákvörðun fyrir bæjarsjóð án upplýsinga um verðmiðann sem ákvörðuninni fylgir. Því […]

Leiðréttingar standast ekki skoðun

Yfirlýsingar bæjarstjóra í gærdag og gærkvöldi um að Lögmannsstofa Vestmannaeyja væri ekki að kaupa húsnæði 2. hæðar Íslandsbanka af Vestmannaeyjabæ heldur beint af Íslandsbanka halda ekki vatni og þarfnast nánari útskýringar af hálfu bæjarstjóra. Í bókun bæjarstjórnar frá því á fimmtudagskvöld stendur orðrétt: ,,Jafnframt leggur meirihlutinn til að gengið verði að lokatilboði Íslandsbanka um kaup […]

Er Reykjavík höfuðborg allra landsmanna?

Flugvöllurinn í Vatnsmýri þjónar mikilvægu hlutverki sem miðstöð innanlandsflugs og sem slík skiptir staðsetning og umgjörð flugvallarins miklu máli. Enn mikilvægara er þó hlutverk flugvallarins sem miðstöð sjúkraflugs í landinu, en þar er um brýnt öryggismál landsmanna að ræða. Uppbygging á nýju bráða- og háskólasjúkrahúsi fer nú fram við Hringbraut. Það er lykilatriði að flugvöllurinn, […]

Afgreiðslu húsnæðismála frestað

Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um nokkra valkosti við húsnæðismál bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, þ.e. stjórnsýslu- og fjármálasvið, umhverfis- og framkvæmdasvið og fjölskyldu- og fræðslusvið. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 26. september sl., voru húsnæðismálin til umræðu þar sem samþykkt var tillaga um […]

Þarf Vestmannaeyjabær meira húsnæði?

Á fundi bæjarráðs á mánudag var lagt fram kauptilboð af hálfu Vestmannaeyjabæjar í húsnæði Íslandsbanka á Kirkjuvegi þar sem fyrirhugað er að fjölskyldu- og fræðslusvið Vestmannaeyjabæjar hafi aðsetur sem nú er á Rauðagerði. Peningum kastað út um gluggann Búið er að verja 5 milljónum í hönnun á þriðju hæð Fiskiðjunnar fyrir bæjarskrifstofur Vestmannaeyjabæjar, en núverandi […]

Sjávarútvegur – kjölfesta atvinnulífsins

Sjávarútvegurinn hefur í gegnum aldanna rás verið undirstöðuatvinnugrein landsins. Líkt og núverandi seðlabankastjóri Dr. Ásgeir Jónsson lýsti vel þá hefur sjávarútvegur verið ,,brimbrjótur tækniframfara og nýsköpunar í íslensku hagkerfi”. Sjávarútvegurinn hefur með frumkvöðlastarfsemi sinni verið ein frumforsenda framþróunar og aukinnar hagsældar íslensks samfélags svo lengi sem elstu menn muna. Sjávarútvegur er hreyfiafl framfara Vestmannaeyjar eru […]

Vinstrið er við völd

Á bæjarstjórnarfundi í gærkvöldi stofnaði meirihluti H- og E- lista nýtt svið í skipuriti Vestmannaeyjabæjar og setti að nýju á stöðu hafnarstjóra, stöðu sem meirihluti Sjálfstæðisflokks sameinaði við stöðu framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs og sparaði sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir. Stöðugildið mun kosta sveitarfélagið 15 milljónir árlega. Mikil þensla í rekstri á krísutímum Yfirvofandi loðnubrestur […]

Hart barist á bæjarstjórnarfundi

Bæjarstjórnarfundur var haldinn í gærkvöldi í Einarsstofu. Þrettán mál voru á dagskrá fundarins og fjölmörg mál til umfjöllunar. Áberandi var á fundinum hversu ítrekað bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins ræddu um samskiptaleysi, skort á gögnum og óvandaðri stjórnsýslu. Fengu svar 10 mínútum fyrir fundinn Á fundinum var tekin ákvörðun um að þeir fulltrúar sem sitja í bæjarráði Vestmannaeyja […]