Vestmannaeyjar – fyrir þig
Vestmannaeyjar eru frábær búsetukostur, hér eru öflugar menntastofnanir, framúrskarandi íþróttastarfsemi, fjölbreytt þjónusta og afþreying, stuttar vegalengdir, ægifögur náttúra og mikil samheldni. Vestmannaeyjar standa jafnframt í dag á mikilvægum krossgötum. Samfélagið er vaxandi og þarf að breytast í takt við nýja tíma til að verða í fararbroddi en ekki eftirbátur annarra. Helstu innviðir þarfnast uppfærslu og […]
Hildur Sólveig stefnir á 1. sæti
Ég flutti til Vestmannaeyja á 12. ári með einstæðri móður, engan veginn sátt með þá ráðstöfun á þeim tíma. Í dag er ég mömmu guðslifandi fegin að hafa haft kjark að flytja frá sínu stuðningsneti í þetta öfluga eyjasamfélag sem tók henni og mér opnum örmum og mótaði mig í þann einstakling sem ég er […]
Nýstofnuðum fyrirtækjum gert auðveldara fyrir
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á bæjarstjórnarfundi í gær um að nýstofnuðum fyrirtækjum verði gert kleift að sækja endurgreiðslu í sjóð hjá sveitarfélaginu að hámarki 200.000 kr. vegna opinberra gjalda sem þau greiða til sveitarfélags (á borð við fasteignagjöld, leyfis- og lóðagjöld) og falla til á fyrsta starfsári félagsins. Ekki er um að ræða endurgreiðslu […]
Áætlunarflug nauðsynlegt Vestmannaeyjum
Vestmannaeyjar er eina sveitarfélagið á Íslandi sem alfarið er staðsett á eyju og hefur þ.a.l. enga vegtengingu við meginlandið. Góðar samgöngur eru undirstaða búsetugæða samfélaga og hafa batnandi sjósamgöngur með tilkomu Landeyjahafnar og nýrrar ferju valdið því að aðsókn í flugið hefur farið minnkandi en áætlunarflug til Eyja frá Reykjavík hófst fyrst með Loftleiðum 12. […]
Átök og alvarlegar ásakanir í bæjarráði
Starfshættir kjörinna fulltrúa voru til umræðu á fundi bæjarráðs í gær. Hildur Sólveig Sigurðardóttur, fulltrúa D-lista, óskaði eftir umræðu um liðinn og lagði fram eftirfarandi bókun. Leyfi meintum þolendum að njóta vafans “Undirrituð harmar ummæli bæjarstjóra, oddvita H listans, í fjölmiðlum um málefni einstaka starfsmanns vegna kvörtunar starfsmannsins um meint einelti og minnir á mikilvægi […]
Yfirlýsingar bæjarstjóra óásættanlegar
Umfjöllun landsmiðla um meint einelti gagnvart starfsmanni Vestmannaeyjabæjar hefur eðli málsins samkvæmt vakið mikla athygli og umræðu og valdið undirritaðri áhyggjum. Engar upplýsingar um málið hafa verið veittar undirritaðri þrátt fyrir beiðni um slíkt við formann bæjarráðs og hefur upplýsingagjöf því takmarkast við umfjöllun fjölmiðla þar sem m.a. er haft eftir bæjarstjóra að þær alvarlegu […]
Mikilvægi hreyfingar
Í því ástandi sem skekur samfélagið hefur gildi og mikilvægi hreyfingar sjaldan verið jafn augljóst. Á tímum þar sem fjölmennar gleðistundir, veislur og samkomur virðast fjarlægur draumur er mikilvægt að hlúa m.a. að andlegri heilsu til að draga úr áhrifum félagslegrar einangrunar á almenna líðan. Styrkir ónæmiskerfið Fjölmargir þættir hafa áhrif á andlega heilsu og […]
Taprekstur í fyrsta skipti í 14 ár
Í fyrsta skipti í 14 ár eða frá síðustu stjórnartíð vinstri manna, er taprekstur á sveitarsjóði Vestmannaeyjabæjar nú staðreynd og slakasta heildarrekstrarniðurstaða Vestmannaeyjabæjar síðan 2006. Slíkt vekur eðlilega áhyggjur og vonbrigði undirritaðra. Útsvarstekjur langt yfir áætlunum Útsvarstekjur síðasta árs eru 230 milljónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir þrátt fyrir heimsfaraldur. Samt sem áður mistekst […]
Hreyfiseðill – hvað er það?
Átt þú erfitt með að bæta reglulegri hreyfingu í þinn lífsstíl? Þjáist þú af heilsufarsvandamáli sem hreyfing gæti haft jákvæð áhrif á? Þá gæti hreyfiseðill hentað þér vel. Hreyfingarleysi er meðal áhrifaþátta algengra og alvarlegra sjúkdóma. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð jákvæð […]
Veldu Vestmannaeyjar
Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa gert það að formlegri tillögu sinni að Vestmannaeyjabær hrindi af stað átaksverkefninu ,,Veldu Vestmannaeyjar” sem miðar að því að kynna Vestmannaeyjar sem eftirsóknarverðan búsetukost fyrir einstaklinga og fjölskyldur með áherslu á þá sem geta sinnt störfum sínum í fjarvinnu frá Vestmannaeyjum. Breytt íbúaþróun undanfarin 15 ár hefur leitt af sér töluverða fækkun […]