Átt þú erfitt með að bæta reglulegri hreyfingu í þinn lífsstíl?
Þjáist þú af heilsufarsvandamáli sem hreyfing gæti haft jákvæð áhrif á?
Þá gæti hreyfiseðill hentað þér vel.
Hreyfingarleysi er meðal áhrifaþátta algengra og alvarlegra sjúkdóma. Hreyfiseðill er meðferðarúrræði við sjúkdómum eða einkennum þeirra sjúkdóma sem vitað er að regluleg hreyfing getur haft umtalsverð jákvæð áhrif á á borð við:
Hvernig virkar hreyfiseðill?
Heilbrigðisstarfsmaður getur boðið þér hreyfiseðil ef hann telur að hreyfing ætti að vera hluti af meðferð við þínum sjúkdómi. Hann vísar þér til hreyfistjóra sem er sjúkraþjálfari með aðsetur á heilsugæslu. Þú hittir hreyfistjórann í viðtali þar sem:
Þú skráir hreyfingu þína rafrænt í Heilsuveru og getur þannig fylgst með hvernig þér gengur miðað við markmiðin sem sett voru. Hreyfistjórinn fylgist einnig með framvindu og gangi mála, veitir aðhald og hvatningu með símtölum og tölvupóstum. Við lok meðferðar tekur hreyfistjóri saman greinargerð og kemur til annarra meðferðaraðila sem meta árangur meðferðarinnar. Hver ávísun hreyfiseðils getur varað í allt að eitt ár.
Hreyfingin getur þannig nýst sem sértæk meðferð við sjúkdómum eða sem hluti af annarri meðferð s.s. lyfjagjöf. Hafi einstaklingur áhuga á að nýta sér hreyfiseðilinn og að takast á við sjúkdóm sinn með eigin atorku er viðkomandi boðið að koma í tíma hjá hreyfistjóra sem ræðir um hreyfingu og möguleikann á að nýta hreyfingu sem meðferð við slíkum vandamálum.
Gert er ráð fyrir því að þjálfun geti farið fram víða og nauðsynlegt er að í boði séu hreyfiúrræði með mismikilli ákefð, helst í nærumhverfi einstaklinganna. Hreyfiúrræðin eru margvísleg og getur sjúkraþjálfari í samráði við skjólstæðing fundið þjálfun sem hentar viðkomandi.
Hreyfiseðill er
Hreyfiseðill er ekki
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Sjúkraþjálfari og hreyfistjóri við HSU Vestmannaeyjum
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst