ÓFÆRT

Áætlunarflug til Vestmannaeyja í sinni hefðbundnu mynd hefur legið niðri frá því að Ernir hætti að fljúga til Vestmannaeyja haustið 2020 ef frá eru taldir þeir samningar sem samgönguráðuneytið gerði á sínum tíma annars vegar við Icelandair og hins vegar Erni um lágmarksflug til Eyja í örfáa daga á viku. Ekkert reglulegt flug hefur verið […]

Lög brotin við ráðningu hafnarstjóra

Brotin voru lög við ráðningu hafnarstjóra. Dómsorð taldi málsmeðferð hafnarstjórnar ámælisverða og ekki lögum samkvæmt. Hafnarstjórn sinnti ekki rannsóknarskyldu sinni né veitti stefnanda andmælarétt. Ekki var sýnt fram á að leitast hafi verið við ráða hæfasta einstaklinginn og málsmeðferð Vestmannaeyjahafnar dró mjög úr raunhæfum möguleikum stefnanda á að verða ráðinn í starfið Ítrekaðar viðvaranir Sjálfstæðismanna […]

Að fá fyrir ferðina

Íbúar á landsbyggðinni þurfa gjarnan að leita um langan veg eftir viðeigandi heilbrigðisþjónustu sem ekki er veitt í heimabyggð. Til að koma til móts við þennan stóra hóp hefur verið sett reglugerð um ferðakostnað sjúkratryggða og aðstandenda þeirra innanlands. Þar kemur m.a. fram að Sjúkratryggingar Íslands taka þátt í kostnaði við tvær ferðir sjúkratryggðs á […]

Gleðilegan kjördag!

Kæru Vestmannaeyingar, í dag göngum við til kosninga um nýja bæjarstjórn Vestmannaeyja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt sig fram við að há drengilega, jákvæða og skemmtilega kosningabaráttu þar sem styrkleikar allra frambjóðenda hafa fengið að njóta sín. Við höfum haldið tugi viðburða, fengið hundruðir heimsókna í Ásgarð og notið samtalsins við fjölda vinnustaði, fjölmiðla og íbúa. Saman […]

Hlúum vel að eldri borgurum

Við hjá Sjálfstæðisflokknum viljum að þjónusta við eldri borgara sé framúrskarandi. Þetta er sá hópur íbúa sem á á undan hefur gengið, mótað samfélagið okkar og með kröftum sínum og tíma byggt þann góða grunn sem Vestmannaeyjar standa á í dag. Því teljum við það ekki bara metnað okkar heldur einfaldlega skyldu að hlúa einstaklega […]

Byggjum upp Eyjar – fyrir þig!

Ég sækist eftir 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins og óska eftir þínum stuðningi. Frá árinu 2010 hef ég kynnst stjórnsýslu Vestmannaeyja vel. Ég hef setið í meiri- og minnihluta, starfað sem formaður ráðs, bæjarfulltrúi, forseti bæjarstjórnar og bæjarráðsmaður. Eftir síðustu sveitarstjórnarkosningar tók ég við oddvitahlutverki Sjálfstæðisflokksins. Ég hef leitt ýmis framfaramál fyrir sveitarfélagið, sem formaður […]

Hefur marga hildi háð

  Það er ekki sjálfgefið að gott fólk gefi kost á sér í sveitastjórnarmálin. Í flestum sveitafélögum er nálægðin við náungann og viðfangsefnin mikil og því geta minniháttar mál oft orðið persónuleg og erfið. Þá skiptir máli að hafa réttsýnt, gott og heiðarlegt fólk við stjórnvölinn. Því hef ég persónulega kynnst að Hildur Sólveig Sigurðardóttir […]

Mínúturnar skipta öllu máli

Árið 2010 var Mýflugi falið að sjá um sjúkraflug við Vestmannaeyjar frá Akureyri sem er í 520 km fjarlægð en á þeim tíma var starfandi skurðstofa með svæfingarlækni og skurðlækni. Þremur árum síðar var skurðstofu illu heilli lokað og bráðaviðbragð því skert verulega án þess að til kæmi efling sjúkraflutninga með bættum viðbragðstíma fyrir íbúa/gesti […]

Bættar samgöngur – fyrir þig

Til að Vestmannaeyjar verði að enn eftirsóknarverðari búsetukosti, til að bæta lífsgæði íbúa og til að efla fjölbreytt atvinnulíf er mikilvægt að samgöngur komist í betra horf. Þrátt fyrir að vissulega hafi veður verið slæm eru aðstæður Landeyjahafnar hvergi nærri nógu góðar og flugsamgöngur þarf að bæta.   Dýpkun Landeyjahafnar er fyrsta breytan sem einfaldast […]

Berjast þarf enn á ný um stöðu sýslumanns í Vestmannaeyjum

Fregnir af fyrirhugaðri sameiningu sýslumannsembætta sem eru í burðarliðnum innan dómsmálaráðuneytis eru því miður ekki ný af nálinni heldur kunnuglegt stef í eyrum okkar Eyjamanna. Nú hefur eldri hugmyndum um sameiningu sýslumannsembætta verið skellt í nýjan glansbúning aukinnar stafrænnar þjónustu. Við sjáum það svart á hvítu að Sýslumannsembættið í Vestmannaeyjum hefur heldur betur eflst með […]