Frestur til að skrá sig í Vestmannaeyjahlaupið rennur út kl. 14:00

Vestmannaeyjahlaup verður haldið laugardaginn 5. september. En frestur til að skrá sig í hlaupið rennur út í dag klukkan 14:00. Skráning fer fram á hlaup.is, ekki verður tekið á móti skráningum á hlaupdag. Keppnisnúmer og gögn eru afhent milli kl. 18-20 föstudagskvöldið 4. september eða morguninn fyrir hlaup í Íþróttamiðstöðinni. Eitt þátttökugjald 3.000 kr er […]
Sigursælir langhlauparar keppa í Eyjum

Tveir bestu langhlauparar Íslands Kári Steinn Karlsson og Hlynur Andrésson taka þátt í Vestmannaeyjahlaupinu. Kári Steinn hefur tekið þátt í hlaupinu frá upphafi en Kári á Íslandsmet í hálfu og heilu maraþoni. Hlynur Andrésson hefur verið áberandi í hlaupafréttum síðustu ár og hefur átt góðu gengi að fagna en langt er síðan Hlynur keppti í […]
Enn bætir Hlynur við Íslandsmeti

Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi í gær. Hann hljóp á 8 mínútum, tveimur sekúndum og 60 sekúndubrotum og lenti í öðru sæti í hlaupinu. Hann var aðeins 90 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Stan Niesten. Hlynur bætti Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá 1983 í síðasta mánuði en þá hljóp […]
Freyðivíns- og sumarkjólahlaupi frestað

Kæru Freyðivíns- og sumarkjólavinkonur Eftir nýjustu fréttir af hertum aðgerðum stjórnvalda sjáum við okkur því miður ekki fært að halda hlaupið okkar. En við hvetjum ykkur allar til að hittast með ykkar nánustu vinkonum og fjölskyldu í sumarkjól og skála í freyðivíni. Þetta er klárlega viðburður sem við munum halda við fyrsta tækifæri Takk fyrir […]
Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í dag

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2020 fer fram í dag, í 31. sinn. Hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni klukkan 12 á hádegi. Í upphafi, árið 1990 var markmiðið að hvetja konur til hreyfingar og almennrar þátttöku í íþróttastarfi og óhætt er að segja að það hafi tekist. Í dag á Ísland afrekskonur á öllum sviðum íþrótta og almenn […]
Víðir segir framkvæmd Puffin-hlaupsins í samræmi við samkomubannið

Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, segir að Puffin-hlaupið svokallaða sem fram fór í Vestmannaeyjum síðastliðinn laugardag hafi verið í samræmi við auglýsingu heilbrigðisráðherra um samkomubannið sem nú er í gildi. Gunnlaugur Júlíusson, fyrrverandi bæjarstjóri í Borgarbyggð og hlaupari, ritaði færslu á Facbook-síðu sína í gær þar sem hann velti því fyrir sér hvernig það gengi […]
Sigurjón Ernir og Thelma Björk sigruðu í The Puffin Run (myndir)

The Puffin Run fór fram við kjör aðstæður á laugardaginn. Met þátttaka var í hlaupinu en það var Sigurjón Ernir Sturluson sem kom fyrstur í mark í karlaflokki og Thelma Björk Einarsdóttir var fljótust í kvennaflokki. Nánari úrslit má sjá hér að neðan og á hlaup.is. Magnús Bragason einn af skipuleggjendum hlaupsins var mjög ánægður þegar við ræddum við hann. “Já […]
Guðni Th tekur þátt í Puffin Run

Puffin Run fer fram á morgun í þriðja sinn, met skráing er í hlaupið en rúmlega 350 einstaklingar hafa skráð sig til keppni. Þeirra á meðal er Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands en hann hyggst hlaupa alla 20 kílómetrana. Guðni er vanur hlaupari en hann hefur hlaupið hálft maraþon í Reykjavíkurmaraþoninu síðustu 15 árin. Guðni […]
Uppselt í Puffin Run

Lokað hefur verið fyrir skráningar í The Puffin Run, frá þessu var greint á facebokk síðu hlaupsins í kvöld en 300 manns hafa skráð sig í hlaupið. Áætlað var að skráning stæði til 7. maí. Hlaupið fer fram næstkomandi laugardag 9. maí. (meira…)
Stóri plokkdagurinn á morgun

Stóri plokkdagurinn verður haldin á morgun á degi umhverfissins 25. apríl. Að plokka snýst um að tína upp rusl á förnum vegi á meðan gengið er eða skokkað. Það er frábært að sameina áhuga á útiveru og umhverfismeðvitund, ánægjan af því að fara út og hreyfa sig verður svo miklu meiri með því að gera […]