Hlynur Andrésson bætti eigið Íslandsmet í 3000 metra hlaupi á móti í Hollandi í gær. Hann hljóp á 8 mínútum, tveimur sekúndum og 60 sekúndubrotum og lenti í öðru sæti í hlaupinu. Hann var aðeins 90 sekúndubrotum á eftir sigurvegaranum Stan Niesten.
Hlynur bætti Íslandsmet Jóns Diðrikssonar frá 1983 í síðasta mánuði en þá hljóp Hlynur á 8:04,54 mínútum. Hlynur á einnig Íslandsmet utanhúss í 5000 m hlaupi, 10.000 m hlaupi, 10 km götuhlaupi og í 3000 m hindrunarhlaupi, auk Íslandsmets innanhúss í 1500 m hlaupi, 3000 m hlaupi og í 5000 m hlaupi.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst