„Allir í skýjunum með daginn“

Hollvinasamt Hraunb 24 Fb

Í gær buðu Hollvinasamtök Hraunbúða heimilisfólkinu á Hraunbúðum á Tangann í kaffi, heitt súkkulaði, köku og svo í bíltúr um fallegu eyjuna okkar. Sagt er frá þessu á facebook-síðu samtakana. Þar segir jafnframt að þau hafi fengið blíðskaparveður og allir í skýjunum með daginn. „Við viljum þakka styrktaraðilum okkar fyrir að hjálpa okkur að gleðja […]

Áskorun til HSU – Afleysingamál leikfimikennara og virknifulltrúa

Í nokkurn tíma hafa verið starfandi virknifulltrúi, sem hefur séð um og haldið vel úti félagsstarfi fyrir heimilisfólk á Hraunbúðum og þá hefur einnig verið starfandi leikfimikennari, sem hefur séð um almenna hreyfingu og leikfimi fyrir heimilisfólk.  Við í Hollvinasamtökunum höfum tekið eftir að góður rómur hefur verið gerður af starfi þessara einstaklinga og þátttaka […]

Líf og fjör á vorhátíð Hollvinasamtaka Hraunbúða – myndir

Á laugardaginn stóðu Hollvinasamtök Hraunbúða fyrir veglegri vorhátíð þar sem íbúum og gestum var boðið til mikillar veislu með skemmtiatriðum og mat. Aðsókn var góð og allir skemmtu sér vel, gestir og íbúar. Svo skemmtilega hittist á að sama dag komu 54 konur úr Kvenfélaginu Heimaey, félagi Eyjakvenna í Reykjavík færandi hendi. Afhentu þær fimm […]

Óska eftir samtali við ráðamenn um byggingu nýs hjúkrunarheimilis

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í liðinni viku. Samráðshópur Heilbrigðisstofnunar Suðurlands (HSU), Hollvinasamtaka Hraunbúða, fulltrúa aðstandenda heimilisfólks, Félags eldri borgara og Vestmannaeyjabæjar um málefni Hraunbúða, hefur tekið til starfa og fundaði síðast þann 22. mars sl. Fyrirhugað er að halda slíka fundi mánaðarlega. Hlutverk hópsins er að tryggja að sem flestir sem […]

Smit hjá starfsmönnum á Hraunbúðum

Lokað hefur verið fyrir heimsóknir á Hraunbúðum tímabundið vegna þess að tveir starfsmenn á heimilinu hafa greinst smitaðir af COVID-19. Þetta kom fram í tilkynningu sem Hollvinasamtök Hraunbúða sendu frá sér í dag.   (meira…)

Heilsa og hamingja heimilisfólks og starfsfólks lykilatriði

Í þó nokkuð langað tíma hefur verið ákveðin óvissa um rekstur Hraunbúða.  Undanfarin ár hefur Vestmannaeyjabær rekið Hraunbúðir samkvæmt samningi við Sjúkratryggingar Íslands, en hefur á sama tíma staðið í einhverskonar samningaviðræðum vegna þess að samningsupphæð sem greidd hefur verið í gegnum samninginn til rekstursins hefur ekki dugað til.  Því hefur Vestmannaeyjabær, í stað þess […]

Dýptarmæling

Ekki liggja fyrir nýjar mælingar 

Góð ráð fyrir siglingu

Sjóveiki

Hvað er sjóveiki?

Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.

Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.

Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.

Góð ráð til að hindra sjóveiki:

  • Góð hvíld daginn fyrir brottför. Að fara seint að sofa og snemma um borð í bát fer ekki vel saman ef fólk er hætt við sjóveiki.
  • Forðist áfenga drykki daginn fyrir brottför
  • Forðist djúpsteiktan, brasaðan eða saltan mat daginn fyrir siglingu.
  • Borðið góðan morgunverð. Borðið gjarnan hvítt brauð, hafragraut og ávexti þó ekki sítrus ávexti.
  • Forðist mikið koffein. Mikið kaffi er ekki það sem maganum líkar fyrir sjóferð.
  • Hafðu mat með þér á sjó. Gott er að hafa samlokur með kjúklingi eða kalkún. Kjötið er fitusnautt og brauðið er róandi í maga. Hafðu endilega eitthvað til að grípa í sem er létt í maga. Bananar eru mjög góðir til að narta í ef þú finnur fyrir ógleði en einnig er gott að hafa létt kex eða annað sem er ekki salt eða fitumikið.
  • Drekkið vel af vatni en einnig er gott er að drekka kóla drykki eða engiferöl í sjóferðinni

Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.

  • Koffínátín – fæst án lyfseðils
  • Postafen – fæst án lyfseðils
  • Scopolamin plástur – lyfseðilsskyltEinnig má fá armbönd gegn ferðaveiki sem sumir telja að hjálpi.

Önnur ráð:

  • Engifer er jurt sem nýlega hefur fengið aukna athygli vegna þess að því er haldið fram að hún geti slegið á ógleði sem fylgir sjóveiki. Til forna tuggðu kínverskir sjómenn engiferrót til að draga úr sjóveiki. Flest lyf sem virka á ógleði verka á heilann en engifer virkar aðeins á magann. Ráðlagt er að taka 1000 mg. hylki hálftíma fyrir brottför. Einnig má taka eitt eða tvö 500 mg. hylki sem eru til viðbótar á ferðalaginu. Ekki er ráðlagt að drekka coke með engifertöflum.
  • Piparminta og te eru einnig gömul húsráð við ferðaveiki.
  • Sumum finnst betra að taka sýrujafnandi töflur, Alminox eða slíkt áður en þú heldur á sjó og þá er gott að hafa box með út á sjó.

Hvar í skipinu er best að vera o.fl.

  • Minna finnst fyrir hreyfingu og veltingi ef maður er staddur næst miðju bátsins.
  • Mörgum finnst gott að vera í kulda, t.d.að vera úti á dekki og láta vindinn leika um sig.
  • Matarlykt fer illa í þá sem hætt er við sjóveiki og einnig pústið frá bátnum.

Þungun:

Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.