Endurvekja skráningar í bakvarðarsveit

Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir auglýstu fyrir hálfu ári síðan í fyrstu bylgju Covid 19 eftir einstaklingum til að skrá sig í bakvarðarsveit fari svo að brottfall verði í hópi starfsmanna vegna sóttkvíar eða einangrunar. Sem betur fer höfum við ekki þurft á því að halda að kalla út fólk því við höfum sloppið vel, hingað til […]

Öldrunarþjónusta Vestmannaeyjabæjar

Vestmannaeyjabær birti á heimsíðu sinni frétt í dag þar sem farið er yfir stöðuna í öldrunarþjónustu í Vestmannaeyjum. Í ljósi þess að lýst hefur verið yfir neyðarstigi vegna Covid 19 á landinu viljum við koma eftirfarandi á framfæri varðandi öldrunarþjónustu Vestmannaeyjabæjar. Hjúkrunar-og dvalarheimilið Hraunbúðir Við hvetjum aðstandendur heimilisfólks til að fylgjast vel með heimsóknarreglum því […]

Bæjarstjórn lýsir áhyggjum af skeytingarleysi ríkisins

Málefni Hraunbúða voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku. Bæjarstjóri greindi frá fundi sem hún átti ásamt embættismönnum bæjarins með forstjóra og fulltrúum Sjúkratrygginga Íslands um uppsögn á samningi Vestmannaeyjabæjar og stofnunarinnar, um rekstur Hraunbúða. Bæjarstjórn Vestmannaeyja sendi frá sér sameignlega bókun um málið. “Bæjarstjórn lýsir áhyggjum sínum af skeytingarleysi ríkisins hvað rekstur […]

Tímabundnar hertar heimsóknarreglur á Hraunbúðum

Í ljósi nýjustu frétta um smit af Covid-19 sem tengjast Vestmannaeyjum og tilkynningar frá aðgerðarstjórn Vestmannaeyja nú í morgun þurfum við að bregðast við og herða enn meira á heimsóknarreglum segir í frétt á vef Hraunbúða. Við bætum inn grímuskyldu, takmörkum heimsóknir við einn aðstandenda á dag, ítrekum 2 metra regluna og verðum áfram með […]

Hertar heimsóknarreglur á Hraunbúðum

„Í ljósi nýjustu frétta um fjölgun innanlandssmita Covid-19 þurfum við að bregðast við og gæta enn betur að sóttvörnum,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Hraunbúða rétt í þessu.  „Við setjum takmarkanir á fjölda heimsókna á heimilið og höldum líka áfram með þær reglur sem voru í gildi en viljum ítreka að gestir taki þær alvarlega.  […]

Átök á aukafundi

Boðað var til aukafundar bæjarráðs til þess að leiðrétta rangar upplýsingar sem fram komu á bæjarráðsfundi á mánudaginn var, þann 25. maí, um samning Vestmannaeyjabæjar og Sjúkratrygginga Íslands um rekstur Hraunbúða. Frá árinu 2010 hefur Vestmannaeyjabær greitt rúmlega 500 m.kr. með rekstri Hraunbúða, sem lögum skv. ríkið ber ábyrgð á og ríkissjóður á að greiða […]

Leiðréttar upplýsingar um samning Vestmannaeyjabæjar og ríkisins um rekstur Hraunbúða

Fyrir mistök voru rangar upplýsingar skráðar um gildistíma og endurnýjunarákvæði samnings um rekstur Hraunbúða á 3127. fundi bæjarráðs Vestmannaeyja sem haldinn var í gær, mánudaginn 25. maí. Ábendingar þessa efnis bárust bæjarstjóra eftir fundinn og í samráði við fulltrúa bæjarráðs hefur verið ákveðið að funda að nýja á morgun, miðvikudaginn 27. maí, til þess að […]

Aukafundur í bæjarráði vegna mistaka

Bæjarráð fundaði seinnipartinn í gær og í kjölfarið var fundargerð sett á vef Vestmannaeyjabæjar. Fundargerðin var svo seinna tekin út af síðunni. Angantýr Einarsson framkvæmdastjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs Vestmannaeyjabæjar svaraði fyrirspurn Eyjafrétta um málið. “Ástæðan er sú að fyrir mistök voru rangar upplýsingar skráðar um málefni Hraunbúða, sem við fengum ábendingu um í gærkvöldi. Það […]

Vestmannaeyjabær hættir rekstri Hraunbúða

Staða Hraunbúða var til umræðu á fundi bæjarráðs í gær, bæjarráð samþykkti samhljóða að tilkynna Sjúkratryggingum Íslands og heilbrigðisráðherra um að bærinn muni ekki óska eftir framlengingu á rekstrarsamningi milli SÍ og Vestmannaeyjabæjar um rekstur Hraunbúða. Bæjarstjóra er falið að koma þeim upplýsingum til ráðherra eftir fund bæjarstjórnarþann 28. maí nk. Þar kom einnig fram […]

Næstu skref í afléttingum á Hraunbúðum

Við þökkum skilning, þolinmæði og traust sem þið hafið sýnt okkur á undanförnum vikum.  Það er mikið tilhlökkunarefni að við sjáum loks fyrir endann á þessu tímabili hafta á heimsóknum og skiptingum á heimilinu. Á þessum orðum hefst frétt á heimasíðu Hraunbúða þar segir einnig. Við höfum þó lært ýmislegt sem við munum hafa í […]