Elliði inn fyrir Kára

Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari hefur valið þá sextán leikmenn sem mæta Portúgal í dag í undankeppni EM 2022. Þrjár breytingar eru á hópnum sem mætti liði Portúgals í fyrri leikinum. Þeir sem koma inn eru Björgvin Páll Gústavsson markvörður, Elliði Snær Viðarsson og Kristján Örn Kristjánsson. Viktor Gísli Hallgrímsson, Alexander Petersson og Kári Kristján Kristjánsson eru […]
Elliði og Kári í 21 manna HM hóp

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag æfingahópinn fyrir heimsmeistaramótið í Egyptalandi í handbolta í næsta mánuði. Guðmundur valdi 21 leikmann í æfingahópinn en fer með tuttugu leikmenn til Egyptalands. Eyjamennirnir Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach og Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV eru í leikmannahópnum en báðir leika þeir á línu. Hákon Daði Styrmisson hlaut ekki náð hjá Guðmundi […]
Hákon markahæstur í stórsigri

Ísland gjörsigraði lið Litháen, 36-20, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022 í handbolta í tómlegri Laugardalshöllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-10. Hákon Daði Styrmisson leikmaður ÍBV var markahæstur í íslenska liðinu en Hákon lék sinn sjötta A-landsleik í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hákon skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum, […]
Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Guðmundur Guðmundsson valdi um miðjan mánuðinn 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen. Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn […]
Handboltinn fer í frí

Vegna hertra aðgerða til að sporna við útbreiðslu Covid-19 og tilmæla sóttvarnarlæknis og Almannavarna um að gert verði hlé á íþróttastarfi ákvað stjórn HSÍ á fundi sínum í dag að fresta mótahaldi í öllum aldursflokkum til og með 19. október nk., staðan verður endurmetin að þeim tíma liðnum. Mælst var til þess af sóttvarnarlækni að […]
Þrjár frá ÍBV í 19 manna hópi Arnars

Arnar Pétursson hefur valið 19 leikmenn til æfinga, hópurinn hittist og æfir í Vestmannaeyjum 28. september – 3. október. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er áætlað 4. – 6. desember nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins er […]
Sjö ÍBV stelpur í landsliðsverkefnum

Magnús Stefánsson og Díana Guðjónsdóttir þjálfarar U-18 ára landsliðs kvenna hafa valið 24 leikmenn til æfinga næstu tvær helgar. Æfingar fyrri helgina fara fram að Ásvöllum í Hafnarfirði en síðari helgina verður æft í Kórnum í Kópavogi. Auk Magnúsar þjálfara á ÍBV 4 fulltrúa í hópnum en það eru: Aníta Björk Valgeirsdóttir Bríet Ómarsdóttir Harpa […]
HSÍ leitaði ráða hjá almannavörnum

Á upplýsingafundi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra í dag var útbreiðsla smita í Vestmannaeyjum og uppruni þeirra til umræðu. Talið barst að útslitaleik ÍBV og Stjörnunnar í Laugardalshöll 7. mars síðastliðinn. En tíðrætt hefur verið um að rekja megi flest smit í Vestmannaeyjum helgarinn umræddu. Víðir segir að HSÍ hafi verið í samskiptum við almannavarnir í aðdraganda bikarúrslitaleiksins. […]
HSÍ frestar öllum leikjum

Eftir tilkynningu frá heilbrigðisráðherra í morgun um takmarkanir á samkomum vegna Covid-19 vírussins (samkomubanns) hefur stjórn HSÍ tekið þá ákvörðun að fresta öllum leikjum í mótum á vegum HSÍ ótímabundið frá og með kl.17.00 föstudaginn 13.mars. HSÍ ásamt öðrum sérsamböndum fundaði með ÍSÍ í dag og var þessi ákvörðun tekin á stjórnarfundi í beinu framhaldi. […]
Sunna í leikmanna hópi Arnars

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur kallað 18 leikmenn til undirbúnings og þátttöku í tveimur næstu leikjum íslenska landsliðsins í undankeppni EM2020. Hópurinn kemur saman til æfinga hér á landi 18. mars. Að þessu sinni er um svokallaðan tvíhöfða að ræða, þ.e. leikið verður við Tyrkland hér heima og að heiman. Fyrri viðureignin verður […]