Ísland gjörsigraði lið Litháen, 36-20, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022 í handbolta í tómlegri Laugardalshöllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-10. Hákon Daði Styrmisson leikmaður ÍBV var markahæstur í íslenska liðinu en Hákon lék sinn sjötta A-landsleik í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hákon skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum, þar af sjö í fyrri hálfleik. Íslenska liðið leiddi allan tímann og hafði mikla yfirburði.
Mörk Íslands í leiknum:
Hákon Daði Styrmisson – 8
Arnór Þór Gunnarsson – 5 / 2
Elvar Örn Jónsson – 5
Viggó Kristjánsson – 4
Aron Pálmarsson – 3
Óðinn Þór Ríkharðsson – 2
Janus Daði Smárason – 2
Ýmir Örn Gíslason – 2
Arnar Freyr Arnarsson – 2
Gísli Þorgeir Kristjánsson – 1
Orri Freyr Þorkelsson – 1
Magnús Óli Magnússon – 1
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst