Bólusetningafréttir – Vika 18 og 19

HSU er að klára að bólusetja alla 60 ára og eldri. Allir ættu að hafa fengið boð í bólusetningu, en ef kerfið hjá okkur hefur klikkað eða fólk hafi ekki komist þegar það fékk boð, þá er opið hús fimmtudaginn 13 maí, kl. 10-11 í Vallaskóla á Selfossi. Verið er að vinna niður listana yfir […]
Ætla að bólusetja 500 í Eyjamenn í vikunni

Nú er aftur stefnt að nokkuð stórri bólusetningu fyrir Covid-19 í Eyjum. Í vikunni munum við bólusetja hátt í 500 einstaklinga. Segir Davíð Egilsson í tilkynningu sem send var út á fjölmiðla í Vestmannaeyjum. Annars vegar er stefnt að því að klára alla eldri en 60 ára og eldri (hópur 6) og hins vegar að […]
Lokið við að bólusetja 69 ára og eldri í Vestmannaeyjum

Guðný Bogadóttir yfirhjúkrunarfræðingur heilsugæslu Vestmannaeyja hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sendi okkur eftirfarandi upplýsingar: Í gær voru bólusettir hátt í 500 einstaklingar í Vestmannaeyjum, bólusett var í Íþróttamiðstöðinni og gengu bólusetningar mjög vel, enginn fékk alvarleg viðbrögð. Aðstaðan í Íþróttamiðstöðinni var mjög góð og viljum við þakka starfsfólki Íþróttamiðstöðvar og RKÍ í Vestmannaeyjum fyrir aðstoðina. Núna hafa […]
Fjölmennasta bólusetningin í Vestmannaeyjum

Í dag verður stærsta bólusetningin hjá okkur til þessa. Hátt í 500 manns verða bólusett og Vestmannaeyjabær kemur til aðstoðar við undirbúning. Fer bólusetning fram í gamla íþróttasalnum í íþróttamiðstöðinni. Þar munum við eiga auðveldara með að forðast of þétta hópa og halda fjarlægðartakmörk auk þess sem fólk þarf að hinkra í nokkrar mínútur áður […]
Vosbúð nytjamarkaður gefur til HSU

Vosbúð nytjamarkaður færði Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum nýverið peningagjöf að upphæð 150.000 kr. Peningunum mun verða varið í búnað fyrir stofnununa í Vestmanneyjum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Vosbúð gefur til stofnunarinnar og eru forsvarsmönnum nytjamarkaðarins færðar innilegustu þakkir fyrir gjöfina og þann góða hug sem að baki býr. Frá þessu er greint […]
Næstu bólusetningar gegn covid í Vestmannaeyjum

Enn er Covid veiran að sýkja einstaklinga og mikilvægt að fara varlega og halda uppi persónulegum sóttvörnum. Við höldum áfram að bólusetja og í næstu viku er áætlað að ljúka við fyrstu bólusetningu árganga 1944, 1945 og 1946 og mun fólk í þeim árgöngum fá skilaboð – sms í næstu viku varðandi hvar á að […]
Ekki þarf að segja upp starfsmönnum hjúkrunarheimila

Ekki þarf að segja upp öllum starfsmönnum hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum við yfirtöku ríkisins á þjónustunni. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir í samtali við ruv.is að heilbrigðisráðuneytið hafi fallist á að starfsmennirnir haldi réttindum sínum. Taka við öllum nema framkvæmdastjórunum „Við sem sagt áttum fund í gær; Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær með heilbrigðisráðuneytinu og þar var […]
Athugasemd við athugasemd!

Vegna athugasemda heilbrigðisráðuneytisins sem birtar voru á vef Stjórnarráðsins í gær vilja bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyja koma eftirfarandi á framfæri: Lög um réttarstöðu starfsmanna við aðilaskipti að fyrirtækjum nr. 72/2002, sem tryggja störf og réttindi starfsfólks við yfirfærslu stofnana milli rekstraraðila, hafa verið látin gilda um tilflutning verkefna milli ríkis og sveitarfélaga. Að bera því […]
Hafna skilningi heilbrigðisráðuneytisins

Bæjarráð ræddi stöðu yfirfærslu Hraunbúða frá Vestmannaeyjabæ til Heilbrigðisstofnunar Suðurlands á fundi sínum í gær. Samkvæmt fundi með heilbrigðisráðuneytinu og bréfi dags. 3. mars sl., sem Vestmannaeyjabær svaraði þann 5. mars sl., og bréfi heilbrigðisráðuneytisins dags. 10. mars sl., ber Vestmannaeyjabæ að segja upp öllu starfsfólki Hraunbúða áður en til yfirfærslunnar kemur og vísar ráðuneytið […]
Athugasemd við yfirlýsingu tveggja bæjarstjóra um hjúkrunarheimili

Bæjarstjórar Fjarðabyggðar og Vestmannaeyjabæjar sendu í dag frá sér yfirlýsingu varðandi rekstur hjúkrunarheimila í bæjarfélögunum. Í tilkynningunni koma fram rangfærslur sem heilbrigðisráðuneytið leiðréttir hér með. Eins og komið hefur fram í tilkynningum frá ráðuneytinu sögðu þessi sveitarfélög upp samningum sínum við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) um rekstur hjúkrunarheimila og var í kjölfarið ákveðið að heilbrigðisstofnanir í […]