Taka við öllum nema framkvæmdastjórunum
„Við sem sagt áttum fund í gær; Fjarðabyggð og Vestmannaeyjabær með heilbrigðisráðuneytinu og þar var okkur tilkynnt að heilbrigðisráðherra hefði samþykkt að taka yfir alla starfsmenn heimilanna eða að þeir myndu fara á milli aðila. Að undanskildum framkvæmdastjórum hvort heimilis um sig. Þannig að vonandi fara menn að sjá til lands í þessu máli. Starfsmenn halda sínum kjörum og réttindum og færast yfir. Lög um aðilaskipti eru reyndar ekki virkjuð en viðkomandi heilbrigðisstofnanir taka við starfsmönnunum með sínum réttindum yfir,“ segir Jón Björn.
Viðræðum ekki lokið og enn standa atriði út af borðinu
Vestmannaeyjar og Fjarðabyggð voru í hópi þeirra sveitarfélaga sem sögðu upp samningum um rekstur hjúkrunarheimila en enn á eftir að koma í ljós hvernig fjárhagslegur viðskilnaður verður við heimilin. Á meðan allt stefndi í að segja þyrfti fólkinu upp hefðu sveitarfélögin þurft að greiða út orlof og mögulega uppsagnarfrest eftir atvikum. „Það er það sem við erum að ræða, það eru ýmis slík mál en við auðvitað erum ánægð að hafa fengið þessi skilaboð. Það er það sem við höfum lagt aðal áherslu á; að þetta gerst með sem bestum hætti fyrir heimilisfólk og starfsmenn þessara heimila,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar.