Engar heimsóknir leyfðar

Vegna aðstæðna í samfélaginu tengt Covid-19 þurfum við að grípa til þeirra ráðstafanna að loka deildinni. Felur það í sér að engar heimsóknir eru leyfðar, nema þá í algjörum undantekninum. Deildarstjóri eða vaktstjóri stýra því. Hægt er að hafa samband við deildina í síma 432-2600. Það er miður að taka þessa ákvörðun en gerum það […]

Við erum öll almannavarnir

Í ljósi þess að covid smitum er að fjölga í samfélaginu hefur HSU Vestmannaeyjum ákveðið að grípa til eftirfarandi úrræða: Ef viðkomandi er með öndunarfæraeinkenni eða önnur einkenni sem gætu bent til covid er mikilvægt að hringja áður en komið er á heilsugæslu. Á dagvinnutíma í síma 432-2500 en á öðrum tímum í 1700. Í […]

Endurteknar mótefnamælingar vegna Covid-19

Ákveðið hefur verið í samstarfi við Íslenska Erfðagreiningu að endurtaka mótefnamælingar m.t.t. Covid-19 hjá einstaklingum sem hafa haft staðfest Covid-19 smit. Tilgangurinn er að kanna þróun mótefnamyndunar hjá einstaklingum sem hafa smitast af veirunni. Einstaklingar sem hafa haft staðfest smit og hafa ekki farið í mótefnamælingu áður, er einnig boðið að koma. Sýnatökur fara fram […]

Davíð Egilsson nýr svæðislæknir sóttvarna í Vestmanneyjum

Davíð Egilsson yfirlæknir á heilsugæslu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands í Vestmannaeyjum er nýr svæðislæknir sóttvarna í Vestmannaeyjum. Þetta kemur fram á vefsíðu HSU. Davíð lærði læknisfræði við Háskóla Íslands og útskrifaðist þaðan 2010 og fékk almennt lækningaleyfi hér á landi 2011.  Hann starfaði í kjölfarið á Slysa- og bráðadeild LSH en hélt síðan til Svíþjóðar í sérfræðinám […]

Elín Freyja leysir Hjört af

Elín Freyja Hauksdóttir yfirlæknir á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Höfn er nýr umdæmislæknir sóttvarna á Suðurlandi.  Hún leysir af Hjört Kristjánsson umdæmislækni sóttvarna á Suðurlandi, sem er í árs leyfi. Elín Freyja lærði læknisfræði í Kaupmannahöfn og útskrifast þaðan árið 2011. Hún flutti heim ásamt fjölskyldu sinni 2012 að kandidatsári loknu og réð sig til starfa […]

Hjörtur í ársleyfi

Sigurður Böðvarsson yfirlæknir göngu- og lyflækningadeildar mun sinna starfi framkvæmdastjóra lækninga í fjarveru Hjartar Kristjánssonar sem er kominn í ársleyfi. Frá þessu er greint á vef HSU. Sigurður hefur starfað á HSU síðan 1. desember 2018. Þar áður starfaði hann sem sérfræðingur í krabbameinslækningum í Gundersen Health System, La Crosse í Wisconsin, Green Bay Oncology, […]

Kaldar kveðjur frá yfirstjórn

Það er algjörlega ólíðandi að yfirleitt skuli vera byrjað á að segja upp ræstingafólki þegar þarf að spara hjá fyrirtækjum og stofnunum. Drífandi í Vestmannaeyjum og Báran stéttarfélag á Selfossi sendu frá sér eftirfarandi ályktun vegna fyrirhugaðra uppsagna hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Báran og Drífandi stéttarfélög mótmæla fyrirhuguðum uppsögnum á ræstingafólki hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands – HSU. […]

Þegar stjórnendur hafa endanlega gefist upp þá er það þekkt leið að reka ræstingafólkið

Sameining allra sjúkrahúsa á suðurlandi í HSU, sem átti að skila svo mikillri hagræðingu hefur snúist upp í andhverfu sína. Svo dæmi sé tekið hefur þjónustan í Vestmannaeyjum hríðversnað. Verðandi mæður geta ekki treyst á að eiga börnin í sinni heimabyggð, engin skurðstofa, enginn svæfingalæknir, engin augnlækningaþjónusta, öllu stefnt á yfirfull sjúkrahús á höfuðborgarsvæðinu. Það […]

Áformaðar uppsagnir framlínufólks skammarlegar

BSRB mótmælir harðlega áformum Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um að segja upp öllu starfsfólki í ræstingum á starfsstöð stofnunarinnar í Vestmannaeyjum. Stéttarfélögum hefur verið tilkynnt um að fyrirhugað sé að leggja niður starfsemi við ræstingar og fara í útboð á þjónustunni á næstu vikum. „Það er skammarleg ákvörðun að segja upp starfsfólki sem hefur lagt líf og […]

Bæjarráð skorar á yfirstjórn HSU að draga áform um uppsagnir til baka

Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, að undanskildum forstjóra, mætti á fund bæjarráðs í hádeginu í dag til þess að gera grein fyrir málefnum stofnunarinnar og sér í lagi áhrifum af ákvörðun yfirstjórnarinnar um aðkeypta ræstingu á stofnuninni. Niðurstaða bæjarráðs var eftirfarandi. “Það er nöturlegt til þess að hugsa að á sama tíma og atvinnuleysi eykst á Íslandi […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.