Humarveiðibann

Sigurgeir B. Kristgeirsson binni@vsv.is Áhugavert og upplýsandi viðtal sem Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, Binni  í Vinnslustöðinni tók við Jónas Pál Jónasson, Eyjamann og Skuldara sem er humarsérfræðingur Hafró. Viðtalið birtist í Bændablaðinu: Humarveiðar hafa verið stundaðar við Ísland frá 1950, fyrst eingöngu af erlendum skipum en rétt fyrir 1960 hófust humarveiðar Íslendinga við suðurströndina. Mest fór […]

Ráðgjöf um stöðvun humarveiða fyrir árin 2022 og 2023

Hafrannsóknastofnun leggur til í samræmi við varúðarsjónarmið að humarveiðar verði ekki heimilaðar árin 2022 og 2023. Hafrannsóknastofnun leggur jafnframt til að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum í Breiðamerkurdjúpi, Hornafjarðardjúpi og Lónsdjúpi til verndar humri. Afli á sóknareiningu árið 2021 var sá minnsti frá upphafi og hefur lækkað samfellt frá hámarkinu árið […]

Varla hægt að tala um humarvertíð

„Það er varla hægt að tala um humarvertíð vegna þess að við erum að veiða þennan humar fremur í vísindaskyni en atvinnuskyni. Þetta snýst fyrst og fremst um það að yfirgefa ekki miðin heldur að reyna að veiða þetta litla magn sem má veiða og fara þá vítt og breitt um miðin. Það er afar […]

Drangavík gerð klár til veiða á sólríkum sumarmorgni

Drangavík VE og Brynjólfur VE sögðu skilið við humarinn um mánaðarmótin og bjuggu sig undir nýjan kafla í veiðiskap. Áhafnirnar skiptu um veiðarfæri og lagt var úr höfn á áliðnum sunnudegi í lok goslokahátíðar til að sækja fisk til vinnslu; þorsk, ýsu, karfa, löngu, skötusel og annað það sem hafnar í trollinu. Ufsi er samt […]

Góðs viti að sjá smáan humar í fyrsta afla sumarsins

„Humarveiðin fer betur af stað en við þorðum að vona og ánægjulegast er að sjá líka smáan humar í aflanum. Hrun humarstofnsins stafaði af bresti í nýliðun og vonandi boðar þessi smáhumar betri tíð fyrir stofninn. Látum samt vera að draga víðtækar ályktanir af slíkum vísbendingum,“ segir Sverrir Haraldsson, sviðsstjóri botnfisksviðs VSV. Vinnslustöðvarskipin Drangavík VE og Brynjólfur […]

Humarafli sunnudagsins á Breiðafirði framar vonum

„Við fengum humar í flestar gildrur, í nokkrum var ekkert en afli dagsins var í heildina langt framar vonum. Við fengum alla vega staðfest að það er talsvert af humri á þessum slóðum en auðvitað er óvarlegt að draga víðtækar ályktanir af því sem kom upp í dag. Við freistum gæfunnar víðar á næstu vikum […]

VSV-humar fyrirsæta í kennsluefni

„Ég er mættur hingað til að safna myndum í kennsluefni fyrir framhaldsskólanema. Margsannað mál er að góðar myndir segja meira en mörg orð og það á afar vel við hér,“ sagði Hörður Sævaldsson, lektor í auðlindadeild Háskólans á Akureyri, á dögunum þegar hann leit inn í humarvinnslu VSV og „skaut“ í allar áttir þar sem […]

Humarvertíðin hafin en fátt um gleðitíðindi

Nýlega hafin humarvertíð er tíðindalítil eins og gera mátti ráð fyrir þegar bágt ástand stofnsins er haft í huga. Fyrsta humri ársins hjá VSV var landað úr Brynjólfi VE föstudaginn 8. maí og Drangavík VE er sömuleiðis á humarveiðum. Bátarnir hafa verið í Skeiðarárdýpi fyrstu daga vertíðarinnar. Humarstofninn er lélegur og líkt og fyrra gaf […]

Humarafli ársins verði ekki meiri en 214 tonn

Hafrannsóknastofnun ráðleggur að humarafli ársins 2020 verði ekki meiri en 214 tonn svo fylgjast megi með stærðarsamsetningu og dreifingu stofnsins. Jafnframt leggur stofnunin til að allar humarveiðar verði bannaðar í Jökuldjúpi og Lónsdjúpi til verndar uppvaxandi humri. Til að minnka álag á humarslóð ráðleggur Hafrannsóknastofnun að veiðar með fiskibotnvörpu verði áfram bannaðar á afmörkuðum svæðum […]