Lúðrasveitartónleikar í Hvítasunnukirkjunni á laugardag

Árlegir tónleikar Lúðrasveitar Vestmannaeyja fara fram í Hvítasunnukirkjunni við Vestmannabraut næstkomandi laugardag 6.nóvember kl.16:00 og eru þeir hluti af metnaðarfullri dagskrá Safnahelgar. Tónleikarnir eru öllum opnir og er aðgangseyrir 2500 kr.  Félagar í styrktarfélagi Lúðrasveitarinnar fá að venju frítt inn. Lúðrasveitin var stofnuð 1939 af Oddgeiri Kristjánssyni og félögum. Sveitin hefur starfað óslitið síðan, sem […]

Stuð á Stakkó

Sumarmót Hvítasunnukirkjunnar fór fram í Vestmannaeyjum helgina 18.-20. júní í tilefni af því að 100 ár eru síðan hvítasunnustarf hófst í Vestmannaeyjum. Hluti af dagskránni var leikur á Stakkó, Óskar Pétur tók þessar myndir í góða veðrinu á laugardag. (meira…)

Samkirkjuleg Guðsþjónusta í Hvítasunnukirkjunni á sunnudag

Næstkomandi sunnudag kl. 13:00 munu Hvítasunnukirkjan og Landakirkja hafa sameiginlega og samkirkjulega Guðsþjónustu í húsnæði Hvítasunnukirkjunnar. Af þeim sökum verður engin Guðsþjónusta í Landakirkju þann daginn. Hugmyndin er að hafa samkomu í hvítasunnukirkjunni núna á sunnudag þar sem prestar, tónlistarfólk og söfnuðir beggja kirkna sameinast í samkirkjulegri samkomu og gleðjast í trúnni með trúsystkinum sínum. […]