Hanna og Sunna í 20 leikmanna hóp

Þjálfarateymi A landsliðs kvenna hefur valið 20 leikmenn til æfinga fyrir umspilsleiki liðsins um laust sæti á HM 2023 gegn Ungverjalandi. Liðin mætast að Ásvöllum 8. apríl nk. og síðari leikurinn fer fram í Ungverjalandi 12. apríl. Það lið sem vinnur sameiginlega báðar viðureignir tryggir sér sæti á heimsmeistaramótinu sem haldið verður 30. nóvember – […]

Mikilvægur leikur hjá stelpunum

Það er skammt stórra högga á milli hjá handbolta stelpunum en leikmenn KA/Þórs eru komnar til Eyja og leika við nýkrýnda bikarmeistara ÍBV í kvöld í viðureign sem tilheyrir 15. umferð Olísdeildar sem að öðru leyti fór fram í byrjun febrúar. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum klukkan 17.30. Stelpurnar geta með sigri […]

Tíu ungir iðkendur semja

Tíu ungir iðkendur knattspyrnudeildar skrifuðu undir tveggja ára samninga við deildina í gær, er um að ræða svokallaða ungmennasamninga en iðkendurnir eru allir í 2. flokki ÍBV, karla og kvenna. Margir leikmannanna hafa nú þegar leikið sinn fyrsta leik fyrir ÍBV og nokkrir sinn fyrsta leik fyrir KFS. Á síðustu dögum hafa leikmenn og foreldrar […]

Mikilvæg stig í boði í Skógarseli

Einn leikur fer fram í Olísdeild karla í kvöld þegar ÍR fær ÍBV í heimsókn. Þau eru mikilvæg stigin sem eru í boði í dag því ÍR situr í 11. og næst neðsta sæti deildarinnar og berst fyrir lífi sínu í deildinni. ÍBV getur með sigri komist upp að hlið FH í öðru sæti deildarinnar. […]

Leika til bikarúrslita í dag

Kvennalið ÍBV leikur til bikarúrslita í dag þegar liðið mætir Valskonum í Laugardalshöll klukkan 13:30. Það má gera ráð fyrir spennandi leik þar sem mætast tvö sterkustu kvenna lið landsins um þessar mundir. Þá hefur gengið á ýmsu milli þessara liða í aðdraganda leiksins svo ekki sé meira sagt. Sala í hópferðir á leikinn hefur […]

Ísfélagið og Herjólfur koma Eyjamönnum á leikinn

ÍBV stelpur mæta Valskonum á morgun í bikarúrslitum í Laugardalshöll. Ísfélagið og Herjólfur ætla í sameiningu að sjá til þess að Eyamenn fylli Höllina á morgun. Ísfélagið býður frítt í rútur fyrir stuðningsmenn ÍBV og þeir sem bóka sig í rútuna fá sömuleiðis fría Herjólfsmiða! Farið frá Eyjum kl.09:30 á morgun og svo heim með […]

Mæta botnliðinu á Ísafirði

Til viðbótar við bikarleikir dagsins fer einn leikur fram í Olísdeild karla. ÍBV sækir lið Harðar heim til Ísafjarðar en leiknum var frestað fyrr í vetur. Fall blasir við Ísfirðingum sem sitja á botni deildarinnar. Eyjaliðið er sem stendur í sjöunda sæti deildarinnar með 20 stig. Flautað er til leiks klukkan 18.00 á Ísafirði í […]

Herra og Konukvöld fótboltans

Herrakvöld fótboltans fer fram 24. mars! Leikararnir Kári Viðars og Tryggvi Rafns verða veislustjórar. Eyþór Ingi mun stíga á svið með tónlistaratriði og þá mun enginn annar en Einar Fidda vera ræðumaðurkvöldsins. Happdrætti og leikmannakynning verður á sínum stað. Sama kvöld fer fram konukvöld ÍBV. Veislustjóri verður enginn annar en Eyþór Ingi! Sara og Una taka […]

Stelpurnar tryggðu sæti í úrslitaleik

ÍBV sigraði Selfoss í kvöld og tryggði sér farseðilinn í úrslit Powerade-bikarsins næsta laugardag. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiks en eftir það tók ÍBV yfir leikinn og voru úrslitin nánast ráðin í upphafi seinni hálfleiks þegar ÍBV var níu mörkum yfir. Hilmar Ágúst Björnsson þjálfari ÍBV, rúllað vel á liðinu og gefið lykil […]

ÍBV í undanúrslitum Lengjubikarsins

ÍBV tók síðasta sætið í undanúrslitum A-deildar Lengjubikarsins eftir að liðið vann góðan 3-2 sigur á Breiðabliki á Kópavogsvelli í gærkvöld. Eyjamenn unnu alla fjóra leiki sína í riðlinum. Eyjamenn vinna því riðilinn með fullt hús stiga eða 12 stig og eru komnir í undanúrslit. Frammistaða Blika vonbrigði á meðan Eyjamenn líta vel út. ÍBV […]