Andra Rúnar Bjarnason til ÍBV

Andra Rúnar Bjarnason hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV og flytur hann til Eyja í janúar. Hann lék síðast á Íslandi 2017 og jafnaði þá markametið í efstu deild. Síðan þá hefur hann söðlað um erlendis en hann kemur til ÍBV frá Esbjerg. “Þessi öflugi Bolvíkingur mun sannarlega styrkja ÍBV í baráttunni í […]
Íslandsmeistari til ÍBV

ÍBV hefur samið við Halldór Jón Sigurð Þórðarson til þriggja ára en hann kemur frá Íslandsmeisturum Víkings. Halldór lék í sumar 11 leiki í efstu deild og vakti athygli fyrir kraftmikla og öfluga spilamennsku í upphafi móts. “Dóri er 25 ára og kemur með góða reynslu og gott hugarfar inn í ÍBV hópinn. Við bjóðum […]
Víkingar mæta til Vestmannaeyja

ÍBV strákarnir taka á móti Víkingum í kvöld klukkan 18:00. ÍBV er fyrir umferðina með 15 stig í 3. sæti deildarinnar en Víkingar í því næst neðsta með 2 stig. ÍBV hefur átt í erfiðleikum með lið í neðri hluta deildarinnar í síðustu tveimur leikjum og því mikilvægt að mæta tilbúnir til leiks í dag. […]
Fiskvinnsla VE færir ungu íþróttafólki bókagjöf

Fiskvinnsla VE hefur ákveðið að gefa krökkum/unglingum fæddum 2003-2007 bæði í hand-og fótbolta hjá ÍBV bókina Næringin skapar meistarann eftir Elísu Viðarsdóttur. Bókin er fræðslubók fyrir íþróttafólk og foreldra/forráðamenn, einnig leynast uppskriftir í bókinni ásamt reynslusögum íþróttafólks. Elísa mun mæta til Eyja í dag miðvikudag og kynna bókina ásamt því að bjóða upp á áritun. […]
Olga og Viktorija verða áfram í Eyjum

Knattspyrnuleikmennirnir Olga Sevcova og Viktorija Zaicikova hafa framlengt samninga sína við ÍBV og munu leika með liðinu í efstu deild kvenna í sumar. Fréttirnar eru mikið gleðiefni fyrir félagið en leikmennirnir sem eru báðir frá Lettlandi hafa leikið vel með félaginu. Olga mun því spila sitt þriðja tímabil með liðinu en hún skoraði sex mörk […]
Aðventusíld ÍBV

Aðventusíld ÍBV er eitthvað sem enginn ætti að láta framhjá sér fara. Herlegheitin fara fram á Háaloftinu (Höllinni) föstudaginn 3. desember og er ráðgert að búa til fleiri en eitt sóttvarnarhólf ef þarf. Boðið verður upp á ýmsar gerðir af síldarsalötum en salatgerðamaður kvöldsins verður, rétt eins og síðast, Daníel Geir Moritz. Hvaða salat verður […]
Heimsækja Stjörnuna í frestuðum leik

ÍBV strákarnir halda í Garðabæinn í dag og mæta Stjörnunni í TM-Höllinni. Um er að ræða leik úr 3. umferð Olísdeildar karla sem frestað var í byrjun október. ÍBV og Stjarnan sitja í fjórða og fimmta sæti Olísdeildarinnar með 12 stig hvort eftir átta leiki. Sigurliðið í leiknum fer upp að hlið Valsmanna sem eru […]
Stelpurnar mæta Sokol Pisek frá Tékklandi

ÍBV var í pottinum þegar dregið var í 16 liða úrslit EHF European Cup. En stelpurnar léku gegn AEP Panorama í EHF European Cup um liðna helgi og tryggðu sæti sitt í næstu umferð með afgerandi sigri. ÍBV dróst á móti Sokol Pisek frá Tékklandi. Fyrirhugað er að fyrri leikurinn verði leikinn í Tékklandi helgina […]
Jonathan Glenn ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna

Jonathan Glenn hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks ÍBV kvenna. Glenn þekkir eyjarnar vel og hefur komið vel inn í þjálfun hjá yngri flokkum ÍBV. Jonathan Glenn kom fyrst til Eyja 2014. Það tímabil skoraði hann 12 mörk í efstu deild. Eftir að hafa söðlað um kom Glenn aftur til ÍBV 2019 og lagði svo skóna […]
Hraðprófsskylda á Evrópuleikina

Kvennalið ÍBV í handbolta mætir gríska liðinu AEP Panorama í 32-liða úrslitum Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik í Vestmannaeyjum um helgina. Fyrri leikurinn er í dag föstudag kl.18:30 en sá síðari á laugardag kl.13:00. HRAÐPRÓFSSKYLDA FYRIR ALLA ÁHORFENDUR fædda 2015 eða fyrr! Heimapróf gilda ekki. Sýna þarf fram á neikvætt hraðpróf en bóka þarf sýnatöku á […]