Felix framlengir
Eyjamaðurinn Felix Örn Friðriksson hefur skrifað undir samning við knattspyrnudeild ÍBV til loka árs 2027. Felix hefur einungis leikið fyrir eitt félag á Íslandi, ÍBV, en hann hefur leikið 239 skráða KSÍ leiki og þar af 116 í efstu deild. Felix var á tíma á samningi hjá danska úrvalsdeildarliðinu Vejle en þangað fór hann á […]
ÍBV sektað
Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ birti í dag úrskurði úr agamálum og voru alls fimm félög sektuð vegna framkomu áhorfenda. Þrjú félagana eru í Lengjudeild karla, þar á meðal er ÍBV. Sektað er vegna þess að stuðningsmenn liðsins kveiktu á blysum eftir sigur ÍBV á Fjölni á útivelli þann 9. ágúst sl. Í úrskurðinum er snýr […]
ÍBV í toppsætið
ÍBV komst í dag upp fyrir Fjölni og á topp Lengjudeildar karla í fyrsta sinn í sumar. ÍBV sigraði Gróttu á Hásteinsvelli 2-1 á meðan Þór og Fjölnir skildu jöfn fyrir norðan. Vicente Valor kom ÍBV yfir á sjöundu mínútu. Sverrir Páll Hjaltested skoraði svo annað mark ÍBV undir lok fyrri hálfleiks. Grótta minnkaði muninn á […]
Strákarnir lokið leik
FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Íslandsmeistarar síðasta árs, ÍBV, eru úr leik. FH vann öruggan sigur á ÍBV í uppgjöri liðanna í fimmta og síðasta leik þeirra í Kaplakrika í gærkvöldi, 34:27, að viðstöddum 2.200 áhorfendum í stórkostlegri stemningu. Deildarmeistarar FH byrjuðu betur í kvöld og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. […]
Stelpurnar komnar í sumarfrí
Nú er ljóst að kvennalið ÍBV í handbolta er komið í sumarfrí eftir að hafa tapað í þrígang fyrir Val í undanúrslitum. Þriðji og síðasti leikurinn fór fram í kvöld á Hlíðarenda og lauk 30:22. Enn liggur ekki fyrir hvort andstæðingur Vals verði Haukar eða Fram. Hugsanlega skýrist það á morgun þegar Framarar og Haukar […]
ÍBV dagur á 1. maí
Það verður nóg um að vera hjá ÍBV þann 1. maí. Þá fara fram sex keppnisleikir í Vestmannaeyjum í handbolta og fótbolta, leiktíma má sjá hér að neðan. Þórsvöllur 4.fl kvk kl 11:00 ÍBV1-Valur kl 12:30 ÍBV2-Valur Íþróttamiðstöðin 4.flokkur kk. kl: 12:00 ÍBV2-Grótta2 kl 13:30 ÍBV1-Haukar Hásteinsvöllur Meistaraflokkur kvenna kl 14:00 ÍBV-Afturelding Mjólkurbikarinn Pylsur, gos […]
Elmar frábær í góðum sigri
ÍBV sigraði FH í kvöld í þriðja leik liðana í undanúrslitum í Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handknattleik. Jafnt var á öllum tölum í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að leiða með einu marki allan leikhlutan sem lauk með því að ÍBV gekk til búningsklefa með eins marks forskot. ÍBV hóf síðari hálfleik af miklum krafti og komst […]
Sigur eða sumarfrí
Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handkattleik heldur áfram í kvöld þegar FH og ÍBV mætast í þriðja sinn í undanúrslitum. Að þessu sinni verður leikið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. FH-ingar hafa unnið tvo sannfærandi sigra á ÍBV, Íslandsmeisturum síðasta árs, fram til þessa, 36:31 í Kaplakrika fyrir viku og 36:28 […]
Hreinsunardagur ÍBV á morgun
Á laugardaginn 27.apríl á milli kl 13-15 ætlar ÍBV að halda Hreinsunardag. Mæting er við Hásteinsvöll og ætlum við að taka til á því svæði og þar í kring. Í lokin verður síðan öllum boðið í grill og þá verður einnig ís í boði fyrir börnin. Við hvetjum bæjarbúa til að leggja málefninu lið og […]
Sund, saga og íþróttir á sumardaginn fyrsta
Í tilefni af sumardeginum fyrsta býður Vestmannaeyjabær bæjarbúum frítt í sundlaugina og frítt í Eldheima og Sagnheima. Opið í Einarsstofu og í Sagnheimum frá kl. 12:00-15:00 og í Eldheimum frá kl. 13:00-16:30. Sundlaugin er opin frá kl. 9:00-17:00. Við viljum einnig vekja athygli á að nóg er um að vera í íþróttalífinu þennan dag. Meistarflokkur […]