Strákarnir lokið leik
Deildarmeistarar FH byrjuðu betur í kvöld og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins.
6. maí, 2024

FH leikur til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik karla. Íslandsmeistarar síðasta árs, ÍBV, eru úr leik. FH vann öruggan sigur á ÍBV í uppgjöri liðanna í fimmta og síðasta leik þeirra í Kaplakrika í gærkvöldi, 34:27, að viðstöddum 2.200 áhorfendum í stórkostlegri stemningu.

Deildarmeistarar FH byrjuðu betur í kvöld og skoruðu þrjú fyrstu mörk leiksins. Þeir komust svo í 8-3 áður en það kviknaði almennilega á Eyjamönnum. Þegar rúmlega sex mínútur voru eftir af fyrri hállfeik minnkaði ÍBV muninn niður í eitt mark, 11-10, en FH-ingar enduðu fyrri hálfleikinn eins og þeir byrjuðu hann og leiddu með fjórum mörkum þegar gengið var til búningsklefa, 17-13.

FH-ingar skoruðu fyrstu tvö mörk seinni hálfleiks en svo var ÍBV skyndilega búið að minnka muninn niður í tvö mörk. FH svaraði og um miðbik hálfleiksins voru Hafnfirðingar komnir sjö mörkum yfir, 26-19.

Eftir þetta var sigur FH-inga aldrei í hættu og þeir unnu að lokum sjö marka sigur, 34-27.

Í liði ÍBV voru Elmar Erlingsson og Kári Kristján Kristjánsson markahæstir með fimm mörk hvor.

FH mætir annaðhvort Aftureldingu eða Val í úrslitunum, Afturelding leiðir það einvígi 2-1 en gera þarf hlé á úrslitakeppninni vegna landsleikjahlés.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst