Úrslitakeppni Olísdeildar karla í handkattleik heldur áfram í kvöld þegar FH og ÍBV mætast í þriðja sinn í undanúrslitum. Að þessu sinni verður leikið í Kaplakrika í Hafnarfirði. Flautað verður til leiks klukkan 18.30. FH-ingar hafa unnið tvo sannfærandi sigra á ÍBV, Íslandsmeisturum síðasta árs, fram til þessa, 36:31 í Kaplakrika fyrir viku og 36:28 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum sumardaginn fyrsta.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst