Hákon markahæstur í stórsigri

Ísland gjörsigraði lið Litháen, 36-20, í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2022 í handbolta í tómlegri Laugardalshöllinni í kvöld. Staðan í hálfleik var 19-10. Hákon Daði Styrmisson leikmaður ÍBV var markahæstur í íslenska liðinu en Hákon lék sinn sjötta A-landsleik í kvöld og nýtti tækifærið vel. Hákon skoraði átta mörk úr jafn mörgum skotum, […]

Heimsending – samstarf hjá Kránni og Handknattleiksdeild ÍBV

Í dag, 31.október, hefjum við í handknattleiksdeildinni samstarf með Kránni sem snýr að heimsendingu á mat. Þetta verður í boði á milli klukkan 18 og 20 alla daga. Ef þú pantar fyrir 4.000 kr.- eða meira hjá Kránni getur þú fengið heimsendingu á matnum fyrir aðeins 500 kr.- sem renna beint til ÍBV og svo […]

Keppni hætt í fótboltanum

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum í dag, föstudaginn 30. október, að hætta keppni í Íslandsmótum og bikarkeppni KSÍ 2020, í samræmi við 5. grein í reglugerð um viðmiðanir og sértækar ráðstafanir vegna heimsfaraldurs kórónaveiru (Covid-19), sem gefin var út í júlí síðastliðnum. Ákvörðunin tekur strax gildi. Íslandsmót Í 5. grein reglugerðarinnar kemur fram að hafi […]

Hákon Daði kallaður inn í landsliðið

Guðmundur Guðmundsson valdi um miðjan mánuðinn 17 leikmenn fyrir leiki A landsliðs karla gegn Litáen. Oddur Grétarsson á ekki heimangengt af persónulegum ástæðum að þessu sinni og hefur Guðmundur Guðmundsson kallað Hákon Daða Styrmisson leikmann ÍBV inn í hópinn. Íslenski hópurinn kemur saman í Reykjavík næstu helgi og æfir liðið á mánudag og þriðjudag. Leikurinn […]

Stelpurnar taka á móti FH í dag kl. 14

Stelpunar í meistaraflokki ÍBV taka á móti FH í dag, sunnudag, kl. 14.00 á Hásteinsvelli í leik í Pepsi-max deild kvenna í fótbolta. Fyrir leikinn eru ÍBV í sjötta sæti með 17 stig en FH í fallsæti, því níunda, með 13 stig. Það er því að miklu að keppa hjá liðunum enda flest liðanna í […]

ÍBV fær Vestra í heimsókn í dag klukkan tvö

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV taka á móti Vestra í dag kl. 24.00 á Hásteinsvelli í leik í Lengjudeildinni í fótbolta. Vonir ÍBV um að komast upp um deild eru úti og ekki fræðilegur möguleiki að falla. Það er því að engu að keppa nema að klára mótið með reisn. Fyrri viðureign liðana lyktaði, eins og […]

Strákarnir mæta Þór fyrir norðan

Strákarnir í meistaraflokki ÍBV sækja heim Þór Amureyri í dag kl 15.00 í leik í fjórðu umferð Olís-deildar karla í handbolta. Þór situr í áttunda sæti fyrir leikinn með þrjú stig en ÍBV er í því þriðja með sex. Leikurinn verður sýndur beint á Youtube rás Þórs. (meira…)

Ásgeir Snær verður frá í 4 til 5 mánuði

Eins og Eyjafréttir greindu frá fyrr í vikunni varð Ásgeir Snær Vignisson, leikmaður meistaraflokks ÍBV í handbolta fyrir meiðslum í leik gegn Val á laugardaginn. Við skoðun á Heilbrigðisstofnun Suðurlands í Vestmannaeyjum kom í ljós að hann hafði farið úr axlarlið. Hann fór til nánari skoðunar hjá sérfræðingi og kom þá í ljós að afleiðingarnar […]

Sveinn José til ÍBV

Línumaðurinn Sveinn José Rivera er genginn til liðs við ÍBV frá Aftureldingu á lánssamningi út tímabilið. Sveinn er 22 ára gamall sterkur línumaður sem eins og áður sagði kemur til okkar frá Aftureldingu þar sem hann lék á síðasta tímabili og á upphafi þess nýhafna. Hann er uppalinn hjá Val og hefur einnig leikið með […]

Verðugt verkefni hjá strákunum

Karla lið ÍBV heimsækir topplið Keflavíkur í dag. Keflvíkingar eru á toppi Lengjudeildarinnar en Eyjaliðið er í fjórða sæti. Leikurinn hefst klukkan 15.45 á Nettóvellinum í Reykjanesbæ. Leikurinn er einnig sýndur á Stöð 2 Sport. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.