Ásgeir Snær fór úr axlarlið

Handknattleikslið ÍBV varð fyrir blóðtöku á laugardaginn í sigurleiknum á Val í Olísdeild karla. Örvhenta skyttan, Ásgeir Snær Vignisson, sem kom til liðsins í sumar frá Val, fór úr hægri axlarlið í leiknum sem ÍBV vann, 28:24. Fyrir vikið leikur Ásgeir Snær ekki með ÍBV-liðinu á næstunni. Kristinn Guðmundsson, annar þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við […]
Tvíhöfði í handboltanum

Það er komið að fyrsta tvíhöfða vetrarins en í dag mæta bæði karla og kvenna lið ÍBV liðum Vals í Olísdeildunum í Vestmannaeyjum. Stelpurnar hefja leik klukkan 14:45 og strákarnir fylgja svo á eftir klukkan 17:30. Kvenna lið Vals kom til Eyja í gær og karla liðið er væntanlegt með Herjólfi frá Þorlákshöfn. Það skal […]
Þórsarar mæta á Hásteinsvöll – áhorfendur boðnir velkomnir

ÍBV tekur á móti Þór frá Akureyri í 17.umferð Lengjudeildar karla í dag. Bæði liðin eru með 26 stig í 4.-5. sæti. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð2 Sport. Eftir samráð við sóttvarnaryfirvöld hefur KSÍ ákveðið að leyfa áhorfendur á leikjum í öllum flokkum og á öðrum viðburðum á […]
Handbolti í dag í tómum húsum

Handboltalið ÍBV standa í ströngu í dag og fóru bæði til lands með 9:30 ferð Herjólfs í morgun. Önnur umferð í Olís deild karla klárast í dag með leik Hauka og ÍBV á Ásvöllum en flautað verður til leiks klukkan 17:30 og er leikurinn sýndur á stöð 2 sport. Stelpurnar heimsækja lið HK í Kórinn […]
ÍBV2 mætir Vængjum Júpiters í bikarnum

Í dag var dregið í 32 liða úrslit Coca-Cola bikars karla. 19 lið eru skráð til leiks og var því dregið í 3 viðureignir. ÍBV átti eitt lið í pottinum að þessu sinni en aðallið félagsins sat hjá í fyrstu umferð. ÍBV2 fékk heimaleik á móti Vængjum Júpiters sem áætlað er að fari fram 6.-7. […]
Þrjár frá ÍBV í 19 manna hópi Arnars

Arnar Pétursson hefur valið 19 leikmenn til æfinga, hópurinn hittist og æfir í Vestmannaeyjum 28. september – 3. október. Næsta verkefni hjá stelpunum okkar er áætlað 4. – 6. desember nk. en þá fer fram undankeppni HM. Liðið drógst í riðil með Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklandi. Riðilinn verður leikinn í Norður-Makedóníu. Vegna Covid-19 heimsfaraldursins er […]
Lokahóf yngri flokka

Lokahóf yngri flokka í fótbolta fóru fram í síðustu viku hjá iðkendum í 4.-8. flokkum. Spilaður var fótbolti og farið í leiki í Herjólfshöllinni, að því loknum voru veittar veitingar og viðurkenningar. Frá þessur er greint á heimasíðu ÍBV. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 4. flokkur kvenna Efnilegust: Íva Brá Guðmundsdóttir, Birna María Unnarsdóttir Framfarir: Sara Margrét Örlygsdóttir […]
Ísfélagið býður á völlinn

ÍBV mætir Leikni frá Fáskrúðsfirði klukkan 16:30 á Hásteinsvelli í dag. Leiknismenn sitja í næst neðsta sæti Lengjudeildarinnar með 11 stig en ÍBV er í fjórða sæti með 25 stig. Ísfélag Vestmannaeyja býður á völlinn og hvetur bæjarbúa til að mæta á völlinn og styðja sitt lið. (meira…)
Sex stiga leikur á Hásteinsvelli

Klukkan 14:00 í dag mætast á Hásteinsvelli lið ÍBV og Keflavíkur. Liðin eru í harðir toppbaráttu Lengjudeildarinnar. Keflavík eru í öðru sæti deildarinnar en ÍBV í því fjórða og því ljóst að um mikilvægan leik er að ræða fyrir heimamenn ætli þeir sér aftur upp í deild þeirra bestu næsta sumar. (meira…)
ÍBV mætir FH í Mjólkurbikar karla

Í gær var dregið í undanúrslit í Mjólkurbikars karla og kvenna. Karlalið ÍBV var í pottinum og dróst á móti FH. Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum 3. september tillögu frá mótanefnd sem heimilar að undanúrslit í Mjólkurbikar séu leikin á hlutlausum völlum þar sem eru flóðljós. Undanúrslit Mjólkurbikars kvenna fara fram sunnudaginn 1. nóvember […]