Eyjakrakkar í hæfileikamótun HSÍ

Hæfileikamótun HSÍ og Bláa lónsins fer fram helgina 28.febrúar til 1.mars. Þar æfa strákar og stúlkur fædd 2006 undir stjórn Halldórs Jóhanns Sigfússonar og Rakelar Daggar Bragadóttur en þar fá leikmenn smjörþefinn af því hvernig yngri landslið HSÍ æfa. Við í ÍBV eiga fulltrúa, bæði í stúlku- og strákahópnum, sem við eru ótrúlega stolt af. […]

Riddararnir biðjast afsökunar, engin meiðyrði á mömmunum

Stuðningsmannahópur ÍBV Hvítu riddararnir sendu eftir hádegi í dag frá sér afsökunarbeiðni eftir umfjöllun fréttablaðsins um hegðun hópsins í bikarleik á dögunum. Samkvæmt heimildum fréttablaðsins mættu riddararnir með myndir af mæðrum leikmanna og öskruðu og börðu á klefahurðina eftir leik. Einnig kemur fram að á myndirnar hafi verið skrifuð alls konar skilaboð. Meðfylgjandi ljósmynd sýnir riddarana með mömmumyndirnar frægu […]

ÍBV mætir Haukum í undanúrslitum

Dregið var í undanúrslit Coca Cola bikarsins nú rétt í þessu í Smárbíó. ÍBV mætir Haukum í final four í Laugardalshöll 5. mars klukkan 18:00. Í hinni viðureigninni mætast Afturelding og Stjarnan klukkan 20:30. Undanúrslitin fara fram í Laugardalshöll 4. mars hjá konunum og þann fimmta hjá körlunum. Úrslitaleikirnir verða svo leiknir laugardaginn 7. mars. […]

Botnliðin mætast

ÍBV tekur á móti Aftureldingu kl 15:00 í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum í dag. Afturelding situr á botni Olísdeildar kvenna með 0 stig en ÍBV er í næst neðsta sæti með 10 stig. (meira…)

Dregið í bikarnum á þriðjudag – myndir frá leiknum í gær

ÍBV tryggði sér á ævintýralegan hátt sæti í 4 liða úrslitum Coca cola bikarsins í gærkvöldi með 24-22 sigri á liði FH í Vestmannaeyjum. Dregið verður í hádeginu þriðjudaginn 11. febrúar og verður drátturinn í beinni útsendingu á facebook síðu HSÍ. Auk ÍBV eru í pottinum karla megin Haukar, Stjarnan og Afturelding. Hjá konunum eru […]

Vestmannaeyjamótið í FIFA

Á morgun verður Vestmannaeyjamótið í FIFA haldið í Týsheimilinu kl. 20.00. Um er að ræða einstaklingskeppni og verða veitt glæsileg verðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Mótsgjald er 2500 kall og er mótið fyrir 18 ára og eldri. Tölvur og stýripinnar verða á staðnum en hjátrúafullir spilarar mega koma með sinn stýripinna. Skráning fer fram á […]

Siggi Braga í tveggja leikja bann

Sigurður Bragason þjálfari meistaraflokks kvenna hjá ÍBV var á fundi aganefndar HSÍ í dag úrskurðaður í tveggja leikja bann vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og ÍBV U í meistaraflokki kvenna þann 2.2.2020. Úrskurður aganefndar: Sigurður Bragason starfsmaður ÍBV U hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik Fram U og […]

Fara strákarnir í Laugardalshöll?

ÍBV og FH mætast í 8 liða úrslitum Coca Cola bikarsins í Vestmannaeyjum í kvöld kl. 18:30. Undir er farmiði í final-four í Laugardalshöll en undanúrslit fara fram fimmtudaginn 5. mars og úrslitaleikunrinn síðan laugardaginn 7. mars. Nú þegar hafa Stjarnan og Haukar tryggt sér sæti í undanúrslitum en einnig mætast í kvöld Afturelding og […]

Get ekki gert upp á milli handbolta og fótbolta

Íþróttabandalag Vestmannaeyja hélt árleg uppskeruhóf sitt í síðustu viku. Þar þeim veitt viðurkenning sem þótti standa framúr á sínu sviði. Sérstakur íþróttamaður æskunnar hefur einnig verið verið valinn síðan 2003. Í hópi Yngri iðkenda hlaut þann titil Helena Jónsdóttir. (meira…)

Unglingalandsliðs markvörður til ÍBV

ÍBV og Valur hafa náð samkomulagi um að Auður Scheving landsliðsmarkvörður Íslands U-19 muni leika með ÍBV sem lánsmaður á komandi leiktímabili. Auður sem á að baki 20 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd tekur nú slaginn með ÍBV í Pepsí Max deildinni. ÍBV bíður Auði innilega velkomna til félagsins. (meira…)