Átta peyjar skrifuðu undir

Óhætt er að segja að penninn hafi verið á lofti hjá ÍBV í gær þegar 8 peyjar skrifuðu undir samning við ÍBV í fótboltanum. Þetta eru þeir Arnar Breki Gunnarsson, Borgþór Eydal Arnsteinsson, Björgvin Geir Björgvinsson, Daníel Már Sigmarsson, Leó viðarsson, Magnús Sigurnýjas Magnússon, Sigurlás Máni Hafsteinss og Tómas Bent Magnússon. Knattspyrnuráð karla leggur ríka […]
Emma Kelly semur við Brimingham

Miðjumaðurinn Emma Kelly sem gekk til liðs við ÍBV í byrjun sumars hefur yfirgefið herbúðir ÍBV og gengið til liðs við Birmingham í ensku úrvalsdeildinni. Emma er ekki nýgræðingur í ensku deildinni en hún hefur áður verið á mála hjá Sunderland. Einnig á hún nokkra leiki með U19 landsliði Englands. Emma spilaði stórt hlutverk í […]
Óskar Snær framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs

Óskar Snær Vignisson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri knattspyrnuráðs karla. Óskar er tengdasonur Eyjanna en hann er giftur Ernu, dóttur Gogga Skærings og Guðnýjar. Óskar á fjölmarga leiki að baki með t.d. Hvöt og Þrótti Reykjavík. Þá lék hann eitt sumar með KFS. Við bjóðum Óskar hjartanlega velkominn til starfa! ibvsport.is greindi frá (meira…)
Markmiðið er að fara beint upp í deild þeirra bestu

Guðjón Guðmundsson ræddi við Helga Sigurðsson, þjálfara meistaraflokks karla í fótbolta hjá ÍBV í sportpakkanum á stöð 2. Fram kom í máli helga að hann væri að takast á við nýja áskorun í vor þegar hann stýrir ÍBV í Inkassodeild karla eftir að hafa verið í þrjú ár með Fylki. Helgi segir markmiðið að að […]
Met mæting á flugeldabingó ÍBV

Það var þéttsetinn bekkurinn á flugeldabingói ÍBV sem fór fram í Höllinni gær. Var það mál manna að sjaldan hefðu fleiri tekið þátt í fjörinu. Hlutverk bingóstjórar var í höndum hornamannana knáu Grétars Þórs Eyþórssonar og Theodórs Sigurbjörnssonar, sem þeir leystu með miklum sóma. Það var að lokum Þórhildur Guðgeirsdóttir sem hreppti aðal vinninginn þegar […]
Söfnuðu einni milljón í Stjörnuleiknum (myndir)

Stjörnuleikurinn er orðinn fastur liður í aðdraganda jóla í Vestmannaeyjum. Handboltastjörnurnar hringdu inn jólin á föstudaginn þegar stærsti handboltaleikur ársins fór fram og stemmningin var stórkostleg. Leikmenn m.fl. kk í handbolta ásamt velunnurum sáu um alla umgjörð en Stjörnurnar sáu um að skemmta mannskapnum. Þetta var sjöunda árið sem leikurinn fór fram en leikurinn hefur […]
Ársrit ÍBV

Út er komið ársrit ÍBV fyrir árið 2019. Um er að ræða samantekt á árinu sem er að líða. Ársritið kemur út á rafrænu formi og má finna viðtöl við okkar bestu leikmenn, þjálfara, Margréti Láru, Gumma Tóta o.fl. o.fl. Hlekkurinn á ársritið er hér: https://issuu.com/ibvsport/docs/ibv_arsrit_2019?fbclid=IwAR2pDjlqNqg7e3Od6bOUR3-zClMMFEtXGJPGwxL-zucjKVFpvjiJee_AwBY (meira…)
Vestmannaeyjabær og Herjólfur bjóða á Ingó og Gumma

Fjölskyldutónleikar í boði Vestmannaeyjabæjar og Herjólfs! Næsta sunnudag verða Desembertónleikar ÍBV kl. 20.30 í Höllinni. Miðar hafa rokið út og hvetjum við fólk að tryggja sér miða áður en það verður of seint. Kl. 16.00 sama dag verða fjölskyldutónleikar í boði Vestmannaeyjarbæjar og Herjólfs þar sem frítt verður inn. Um er að ræða ca. klst […]
Mixar síldarsalöt fyrir síldarkvöld

Nú á föstudaginn er Aðventusíld ÍBV. Um er að ræða glæsilegt síldarhlaðborð en kokkur kvöldsins er Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnuráðs ÍBV karla. „Ég er alinn upp í Neskaupstað, sennilega mesta síldarbæ landsins. Pabbi er mikill matgæðingur og var það mikill skóli að fylgjast með honum í eldhúsinu. Mamma gerir mjög fínan mat en stenst […]
Strákarnir áfram í Bikarnum eftir fimmtán marka sigur

Meistaraflokkur ÍBV tryggði sér farseðilinn í 8-liða úrslit Coca-Cola bikars karla í gærkvöldi eftir sannfærandi sigur á Þrótti í Reykjavík. Grill-66 deildarlið Þróttar sá aldrei til sólar gegn ÍBV og stóðu leikar 17-6 í hálfleik. Sá munur hélst þó óbreyttur til leiksloka og urðu lokatölur 33-18. Elliði Snær Viðarsson var markahæstur í liði ÍBV með […]