Gilson Correia semur loksins við ÍBV

Það styttist óðum í að knattspyrnu sumarið skelli á og undirbúningur liðana í fullum gangi. Félagaskiptagluggin í íslensku knattspyrnunni opnaði 21. febrúar og er opinn fram í miðjan maí. Síðan glugginn opnaði hefur meistaraflokkur karla bætt þónokkuð við mannskapinn hjá sér og einhverjir hafa farið. Nýjasta viðbótin er varnarmaðurinn Gilson Vorreia frá Peniche í Portúgal. Vorreia […]
Bikardraumurinn úti hjá stelpunum

Stelpurnar í meistaraflokki ÍBV í handbolta urðu að láta í minni pokann fyrir Valsstúlkum í undanúrslitum Coca-cola bikarsins nú fyrir stundu. Valsstúlkur byrjuðu betur og höfðu yfirhöndina nánast allan leikin. Góð vörn Eyjastúlkna og stórleikur Guðnýjar Jenný í markinu hélt þeim þó í skefjum þannig að úr varð leikur. Sóknarleikur ÍBV var hinsvegar ekki uppá […]
Stelpurnar steinlágu fyrir Fram

ÍBV heimsótti Fram í Safamýrina í gærkvöld í leik í Olís-deild kvenna í handbolta. Jafnræði vara á upphafsmínútum leiksins en fljótlega tóku Framkonur öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 20-10. Eyjakonur byrjuðu seinni hálfleikinn ágætlega áður en Fram tók fljótlega stjórntaumana á ný. Niðurstaðan því tólfmarka sigur Framstúlkna 39-27. Ester Óskarsdóttir var markahæst í […]
Svekkjandi tap eftir að hafa leitt allan leikinn

ÍBV sótti heim Selfoss í æsispennandi leik í Olísdeild karla í handbolta í gærkvöldi. Eyjamenn höfðu frumkvæðið lungann úr leiknum og leiddi í hálfleik 14-16. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var ÍBV með þriggja marka forystu, 24-27. Nokkrum töpuðum boltum síðar vara flautað til leiksloka og lokatölur 30-28 Selfoss í vil. Ótrúlegur viðsnúningur Selfyssinga […]
Eins marks tap gegn KR í Lengjubikarnum

Meistaraflokkur ÍBV karla í knattspyrnu lék sinn fyrsta leik í Lengjubikarnum á laugardaginn þegar þeir mættu KR-ingum í Egilshöll. Óskar Örn Hauksson, leikmaður KR, skoraði fyrsta og eina mark leiksins á 21. mínútu. 1-0 sigur KR því staðreynd. ÍBV og KR eru í 2. riðli Lengjubikarsins ásamt Fylki, Njarðvík, Víkingi Ólafsvík og Þrótti Reykjavík. Næsti […]
Aðeins eitt stig úr tvennu gærdagsins

ÍBV reið ekki feitum hesti frá tvennu gærdagsins þegar bæði karla- og kvennalið ÍBV í handbolta léku heimaleiki. Aðeins eitt stig sat eftir. Frítt var á leikina í boði Ísfélagsins. Stelpurnar riðu á vaðið kl. 18 þegar þær fengu Valsstúlkur í heimsókn. ÍBV eiginlega sá aldrei til sólar í leiknum gegn toppliði Vals sem tók […]
Átta marka tap gegn Framstúlkum í Eyjum

Eftir frestun á leik í gær mættu Framstúlkur til Eyja í leik í Olís-deild kvenna í dag. Jafnræði var með liðun faman af en eftir um 15 mínútuleik tóku Framarar öll völd á vellinum. Staðan í hálfleik 12-17 Fram í vil. ÍBV tókst að minnka muninn niður í þrjú mörk í upphafi fyrri hálfleiks en […]
Sex marka tap gegn Haukum

Haukar sóttu ÍBV heim í gærkvöldi í fyrsta heimaleik ársins í Olís-deild kvenna í handknattleik. Jafnræði var með liðunum í uppphafi en um miðbik fyrri hálfleiks tóku Haukakonur öll völd. Staðan í hálfleik 10-15, Haukum í vil. Guðný Jenný Ásmundsdóttir kom í mark ÍBV í síðari hálfleik og átti stórleik, varði níu skot. Hún átti […]
Arnór Gauti afgreiddi ÍBV með þrennu á þrettán mínútum

Arnór Gauti Ragnarsson sá um að afgreiða sína fyrrum félaga í ÍBV í leik í A-deild Fótbolta.net mótsins í gær en Arnór Gauti lék með ÍBV eitt tímabil, 2017. Viktor Karl Einarsson kom blikum yfir á 21. mínútu og þannig stóðu leikar í hálfleik. Þegar sautján mínútur voru liðnar af síðari hálfleik skoraði Arnór Gauti […]
ÍBV mætir Blikum í Fífunni í dag

Breiðabliksliðið mætir liði ÍBV í 1. umferð Fótbolta.net mótsins 2019 í Fífunni á sunnudaginn kl. 14.15. Þetta er fyrsti opinberi leikur beggja liða í móti árið 2019. Leikurinn verður sýndur í beinni á YouTube rás BlikarTV Breiðablik og ÍBV hafa mæst 94 sinnum í opinberri keppni. Þar til viðbótar eru margir óskráðir leikir í svokallaðri Bæjarkeppni liðanna sem var […]