Stelpurnar steinlágu fyrir Haukum

Eyjastúlkur sóttu heim Hauka í leik í fimmtu umferð Olís-deildar kvenna í kvöld. Haukastúlkur byrjuðu leikin mun betur og náðu mjög fljótlega öruggu forskoti. ÍBV skoraði eingöngu sex mörk í fyrrihálfleik gegn sextán mörkum heimamanna. Allt annað var að sjá til Eyjastúlkna í upphafi seinni hálfleiks og náði ÍBV að vinna muninn niður í fjögur […]

ÍBV úr leik eftir stórt tap í Frakklandi

Eyjamenn eru úr leik í Evrópukeppni EHF eftir 36-25 tap gegn PAUC AIX út í Frakklandi í síðari leik liðanna. Eftir eins marks sigur hér heima héldu menn fullir sjálfstrausts í síðari leik liðanna úti í Frakklandi. Á sterkan heimavöll PAUC Aix í glæsilegri höll sem tekur 6000 manns í sæti. Eyjamenn héldu í við […]

Valsstúlkur stálu stigi í kaflaskiptum leik

ÍBV tók á móti Valsstúlkum í Olís-deild kvenna í mjög sveiflukenndum spennuleik í kvöld. Valsstúlkur byrjuðu betur og komust í 1:5 forystu eftir tíu mínútna leik. Eyjastúlkur unnu sig svo aftur inn í leikinn og var staðan 9:10 í hálfleik. ÍBV jafnaði þá leikinn í upphafi seinni hálfleiks en Valsstúlkur tóku þá aftur við sér […]

Eins marka sigur á PAUC Aix í hörkuleik

ÍBV tók á móti franska liðinu PAUC Aix með Jerome Fernandez í brúnni, í fyrri leik liðanna í Evrópukeppni EHF í dag. Eyjamenn tóku forystuna strax í upphafi en fóru illa með mörg tækifæri til að auka hana. Gestirnir unnu sig því inn í leikinn aftur og leiddi í hálfleik með tveimur mörkum, 10-12. Heimamenn […]

Fyrsti heimaleikurinn í Evrópukeppni EHF í dag

Í dag sunnudag kl. 17:00 í Íþróttamiðstöðinni leika ÍBV strákarnir sinn fyrsta evrópuleik á tímabilinu. Mótherjarnir eru hið fyrnasterka lið PAUC frá Frakklandi en þjálfarinn þeirra er hin margreindi Jerome Fernandez sem spilaði meðal annars hjá Barcelona, Ciudad Real og Montpellier auk þess að vera fyrirliði Franska landsliðsins til margra ára.Það er ljóst að þetta verður […]

Góður sigur ÍBV-kvenna fyrir norðan

ÍBV sótti heim KA/Þór norður á Akureyri í gærkvöldi í þriðju umferð Olísdeildar kvenna. Eyjastúlkur höfðu frumkvæðið allan leikin og leiddu 14:17 í hálfleik. Í síðari hálfleik gáfu þær svo enn frekar í og voru lokatölur 26:34 Landsliðskonan Arna Sif Pálsdóttir, sem kom ný inn í lið ÍBV fyrir tímabilið, átti stórleik og skoraði 13 […]

David Atkinsson og Cloe Lacasse leikmenn ársins

Á laugardagskvöldið síðasta fór svo fram lokahóf knattspyrnunnar hjá ÍBV. Þar voru þeir sem þóttu standa fram úr í sumar verðlaunaðir. Eftirtaldir hlutu viðurkenningar: 2.flokkur karla. Markahæstur: Daníel Már Sigmarsson Mestar framfarir: Daníel Scheving ÍBV-ari: Guðlaugur Gísli Guðmundsson Leikmaður ársins: Eyþór Daði Kjartansson 2.flokkur kvenna. Leikmaður ársins: Birgitta Sól Vilbergsdóttir Fréttabikar karla: Sigurður Arnar Magnússon Fréttabikar kvenna: Clara […]

Cloé Lacasse áfram hjá ÍBV

Cloe Lacasse hefur skrifað undir áframhaldandi samning við ÍBV sem gildir út leiktímabilið 2019 en undirskriftin fór fram á veitingastaðnum Einsi kaldi . „Cloe ákvað að halda tryggð við félagið sem hún hefur leikið með allar götur síðan hún kom til Íslands.  Cloe er mjög hamingjusöm í eyjum og er algjörlega elskuð af yngri iðkendum […]

Pedro Hipolito er nýr þjálfari karlaliðs ÍBV

Pedro Hipolito hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá ÍBV. Pedro hefur verið við þjálfun á Íslandi frá því um mitt sumar 2017 er hann tók við þjálfun Fram. Þar á undan stýrði hann liði Atletivo CB í B-deildinni í heimalandi sínu, Portúgal við góðan orðstýr. Hipolito tekur heldur betur við góðu búi […]

Gunnar Heiðar með þrennu í kveðjuleiknum

Hann var þýðingarlítill leikur ÍBV og Grindavíkur í lokaumferð Pepsi-deild karla í dag. Bæði lið gengu því pressulaus inn á Grindavíkurvöll. Leikurinn var síðasti leikur ÍBV undir stjórn Kristjáns Guðmundssonar, þjálfara. En einnig var þetta síðasti leikur Gunnars Heiðars Þorvaldssonar á ferlinum og má svo sannarlega segja að hann hafi kvatt með stæl. Leikurinn var […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.