ÍBV stelpur í góðri stöðu

Síðari viðureignin ÍBV gegn portúgalska liðinu Colegio de Gaia fer fram í dag klukkan 17. Samanlagður sigurvegari leikjanna tekur sæti í 2. umferð. ÍBV skoraði sex síðustu mörk og tryggði sér þar með sigur á portúgalska liðinu, 27:23, í fyrri viðureign liðanna í gærkvöldi í 1. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Leikurinn fór fram í […]
Evrópuleikir í Portúgal

Framundan eru tveir leikir hjá ÍBV gegn portúgalska handknattleiksliðinu Colegio de Gaia í fyrstu umferð Evrópubikarkeppni kvenna í handknattleik. Fyrri viðureignin fer fram síðdegis í dag en sú síðari á laugardaginn í Vila Nova de Gaia við norðaustur strönd Portúgal, nánast í túnfætinum á Porto. Colegio de Gaia hefur farið afar vel af stað í […]
Strákarnir leika báða leiki á útivelli

Það er nú ljóst að Íslandsmeistarar ÍBV leika báða leiki sína í 2. umferð Evrópubikarkeppninnar í handknattleik á útivelli. Eyjamenn leika báða leiki sína gegn Red Boys Differdange í Lúxemborg; 14. og 15. október. Leikið verður í Center Sportif í Differdange, sem er suð vestur af borginni Luxemborg, við frönsku landamærin. (meira…)
Fá Aftureldingu í heimsókn

Fjórða umferð Olísdeildar kvenna hefst í Vestmannaeyjum í dag með viðureign ÍBV og Aftureldingar. Til stóð að leikurinn færi fram í gær. Vegna þátttöku ÍBV í Evrópukeppni um næstu helgi er þess freistað að færa leikinn framar í vikuna. Flautað verður til leiks klukkan 19:00. (meira…)
Kvennaleiknum frestað

Vegna veðurs og þar með breytingu á ferðum Herjólfs í dag sunnudag hefur leik ÍBV og Aftureldingar í Olís deild kvenna sem fram átti að fara í dag verið frestað til morguns, og fer því fram 25.9 kl 19:00. (meira…)
ÍBV í fallsæti eftir annað svekkjandi jafntefli

Karlalið ÍBV í fótbolta situr enn í fallsæti eftir annað 2-2 jafntefli gegn fram í dag. ÍBV stendur í harðri fallbaráttu við Fram og HK um það að fylgja Keflavík niður um deild. Niðurstaðan í dag var svekkjandi jafntefli eftir hetjulega baráttu heimamanna sem þó voru undir lengst af í seinnihálfleik. Fyrsta mark leiksins skoraði […]
Fyrsti heimaleikurinn hjá strákunum

Karlalið ÍBV í handbolta leikur sinn fyrsta heimaleik í Olísdeild karla á þessu tímabili í kvöld. Andstæðingarnir að þessu sinni eru Haukar. Bæði lið hafa leikið tvo leiki á tímablinu og sigrað annan þeirra. Þau njóta bæði þess vafasama heiðurs að hafa tapað fyrir nýliðum í deildinni. Flautað verður til leiks í íþróttamiðstöðinni í Vestmannaeyjum […]
Toppliðin mætast í kvöld

Kvennalið ÍBV hefur farið vel af stað á þessu tímabili og unnið sína tvo fyrstu leiki. Annarsvegar KA/Þór fyrir norðan og svo Haukastúlkur á heimavelli. Liðið situr á toppi Olísdeildarinnar með fullt hús stiga ásamt Valsstúlkum. En þessi tvö lið mætast í toppslag á Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn verður í beinni útsendingu á handboltarás Símans. […]
Stelpurnar fallnar eftir tap fyrir Tindastól

Kvennalið ÍBV lauk 13 ára veru í efstu deild í knattspyrnu í dag þegar liðið féll eftir 7-2 tap gegn Tindastól á Sauðárkróksvelli. Það er óhætt að segja að leikurinn hafi byrjað með látum því staðan var orðin 1-1 eftir tæpar þrár mínútur. Eftir það tóku stólastelpur öll völd á velinum og skoruðu sex mörk […]
Fyrsti heimaleikur vetrarins

Fyrsti Olísdeildarleikur tímabilsins í Vestmannaeyjum fer fram í dag þegar stelpurnar taka á móti Haukum. Þessi lið léku spennandi einvígi í undanúrslitum í vor sem ÍBV sigraði að lokum. ÍBV gerði góða ferð norður í fyrsta leik tímablisins og sigraði KA/Þór. ÍBV mættir með nokkuð breyttan hóp til leiks í vetur þrátt fyrir að máttarstólpar […]