Óþarflega þægilegur sigur hjá KR

ÍBV sótti KR heim í Frostaskjól í dag, sunnudag, í leik í Pepsi-deild karla. KR-ingar tóku fljótt öll völd á vellinum og einkenntist varnaleikur Eyjamanna á vandræðagangi. Eftir 36 mínútna leik var ÍBV búið fá dæmd á sig tvö víti og fá á sig þrjú mörk. Þannig var staðan þegar gengið var inn í hálfleik. […]

VSV býður uppá fría rútuferð á leik KR og ÍBV

VSV býður stuðningsmönnum uppá fría rútuferð á leik KR – ÍBV sem fram fer á sunnudaginn nk. kl 14:00. ÍBV mætir KR á Alvogenvelli, í evrópuslag í 18.umferð Pepsideildarinnar. Með sigri er orðinn raunhæfur möguleiki á því að ÍBV verði aftur í evrópukeppninni á næsta ári. Er því um sannkallaðan úrslitaleik að ræða og þarf liðið því allan […]

Ágúst Emil semur við Gróttu

Hornamaðurinn efnilegi Ágúst Emil Grét­ars­son hef­ur skrifað und­ir tveggja ára samn­ing við Gróttu. Ágúst er tví­tug­ur og hefur leikið sem hægri hornamaður með ÍBV. Ágúst var einnig við æf­ing­ar og keppni með U-20 ára landsliði Íslands í sum­ar og kem­ur því til móts við Gróttuliðið í topp­formi. „Ég er mjög spennt­ur fyr­ir kom­andi tíma­bili. Það […]

Góður sigur á Hlíðarenda

ÍBV sótti Valskonur heim á Hlíðarenda í 14. um­ferð Pepsi-deild­ar kvenna í knatt­spyrnu í gær. Valskomur byrjuðu leik­inn af mikl­um krafti og áttu hvert dauðafærið á fæt­ur öðru en Bryn­dís Lára Hrafn­kels­dótt­ir, markmaður ÍBV, átti stórleik og varði oft á tíðum meist­ara­lega í mark­inu. Cloe Lacasse kom ÍBV yfir í upphafi síðari hálfleiks eft­ir auka­spyrnu […]

Stelpurnar mæta toppliði deildarinnar

ÍBV og Breiðablik mætast í þrettándu umferð Pepsí-deildar kvenna á Hásteinsvelli í dag. Breiðablik hefur verið að gera það gott og er liðið á toppi deildarinnar með 33 stig. Stelpurnar okkar eru í sjötta sæti með 14 stig. Leikurinn hefst klukkan 18:00 í dag og er einnig sýndur á stöð tvö sport. (meira…)

26 ára Portúgali til ÍBV

Portúgalinn Diogo Coelho hefur skrifað undir tveggja ára samning við ÍBV. „Diogo er 26 ára vinstri bakvörður og hefur undandarið spilað í annari deild í Portugal en á þessu ári á hann að baki 26 leiki í Ledma Liga Pro, næstu efstu deild í Portúgal. Við bjóðum hann velkominn til Eyja,” segir í tilkynningu frá […]

Víðir snýr heim til Eyja

Víðir Þorvaldsson skrifaði undir hjá ÍBV í dag og mun klára tímabilið með þeim. “Víðir Þorvarðarson mun klára tímabil 2018 hjá uppeldisfélaginu en hann skrifaði undir samning við ÍBV rétt í þessu. Víðir er 26 ára og spilar hægri kannt. Hann fór frá ÍBV til Fylkis tímabilið 2016 og þaðan til Þróttar R tímabilið 2017. […]

Strákarnir unnu á heimavelli í dag

ÍBV vann 2:1 sig­ur á KA í Pepsi-deild karla í knatt­spyrnu á Hásteinsvelli í dag. KA menn komust yfir fyrst, en um þrem­ur mín­út­um síðar jafnaði Gunn­ar Heiðar Þor­valds­son met­in. Í byrj­un seinni hálfleiks skoraði Shahab Za­hedi svo sig­ur­markið fyr­ir Eyja­menn með frá­bær­um tilþrif­um. Eyja­menn eru nú með 16 stig í deild­inni en eru áfram […]

Sum­arið er búið að vera erfitt hjá okk­ur

Stelpurnar í meistaraflokki kvenna í fótbolta töpuðu á Akureyri í dag. Leikurinn fór 2:0 fyr­ir Þór/​KA í Pepsi-deild­inni. Sum­arið hef­ur verið erfitt hjá ÍBV og er nú liðið óvænt í fall­bar­áttu. „Mér fannst liðin ekki vera að skapa mikið af fær­um í dag en það voru horn­spyrn­urn­ar þeirra sem gerðu gæfumun­inn. Við hefðum mátt verj­ast […]

Ógildir miðar á Þjóðhátíð 2018

“Komið hefur í ljós að óprúttnir aðilar hafa verið að kaupa Þjóðhátíðarmiða útá stolin greiðslukort hjá okkur á dalurinn.is sem þeir hafa svo áframselt. Þessir miðar hafa nú verið ógildir. Ávallt skal hafa varann á kaupir þú miða af öðrum en dalurinn.is.” segir í tilkynningu á dalurinn.is. “Eftirfarandi eru númer þeirra pantana sem við vitum að hafa verið […]

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.