Mæta Víking á útivelli

Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld. Víkingar fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í Safamýri klukkan 19.30. Víkingar eru nýliðar í Olísdeildinni. ÍBV lagði Stjörnuna sannfærandi í Mýrinni á laugardaginn í kaflaskiptum leik. Í hinum leik kvöldsins sækja nýliðar HK, Gróttumenn heim í Hertzhöllina. (meira…)
ÍBV – Keflavík í dag. Eyjastelpurnar efstar sem stendur

Kvennalið ÍBV fær Keflavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag. Flautað verður til leiks kl: 16. Selfoss er fallið úr deild en ÍBV, Tindastóll og Keflavík eru þar nokkuð jöfn. Leikurinn í dag er því afar mikilvægur fyrir Eyjastelpurnar í baráttunni um sæti í Bestu deildinni að ári. Hvetjum alla að mæta og styðja þær […]
Eyjakonur styrktu stöðu sína í fallbaráttunni

Eyjakonur voru í öðru sæti af fjórum í neðri hluta úrslita Bestu deildarinnar fyrir leikinn gegn Selfossi á Hásteinsvelli í gær sem þær unnu 2:1. Það var Olga Sevcova sem skoraði bæði mörkin og styrkti stöðu ÍBV verulega í baráttunni um sæti í Bestu deild að ári. ÍBV endaði í áttunda sæti deildarinnar með 18 […]
Stelpunum spáð þriðja sæti og strákunum því fjórða

Árleg spá forráðamanna liðanna í Olís deildunum var kynnt í hádeginu á Grand hóteli á kynningarfundi Íslandsmótsins í handknattleik. Deildar- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar, ÍBV, er spáð þriðja sæti í kvenna flokki. Íslandsmeisturum ÍBV er spáð fjórða sæti. FH-ingar verða yfirburðalið í Olísdeild karla á komandi keppnistímabil og Íslandsmeistara Vals bera höfuð og herðar yfir […]
Fyrsti leikur kvennaliðsins í úrslitakeppninni fer fram í dag

Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni á Hásteinsvelli í dag gegn Selfossi kl. 17:00. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt Tindastóli, Keflavík og Selfossi, þar sem ein umferð verður leikin. Tindastóll og Keflavík hafa þegar spilað einn leik í umferðinni og gerðu jafntefli. ÍBV er í öðru sæti sem stendur en aðeins […]
Stelpurnar mæta Val í meistarakeppni HSÍ

Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin marka upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Leiknum verður streymt á Valur TV. (meira…)
Meistarakeppni HSÍ í Eyjum

Handboltavertíðin hefst í daga þegar meistarakeppni HSÍ í karlaflokki fer fram í Vestmannaeyjum. Þá mætast Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar kl 17:00. Í tilkynningu frá ÍBV er fólk hvatt til að fjölmenna á leikinn og styðja stráka til sigurs. Miðasala fer fram á Stubbi en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á ÍBV TV á […]
ÍBV og HK mætast í Kórnum

ÍBV mætir liði HK í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag, mánudaginn 28. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn sitja í 11. sæti deildarinnar með 17 stig úr 20 leikjum, en HK í því áttunda með 24 stig. Knattspyrnudeild ÍBV hvetur Eyjafólk á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og […]
Frítt á leik ÍBV og FH í boði Ísfélagsins

Eyjakonur mæta liði FH í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli á morgun, sunnudaginn 27. ágúst, klukkan 14:00. Leikurinn er sá síðasti áður en deildinni verður skipt upp. Grillið verður á sínum stað og Ísfélagið býður frítt á völlinn. ÍBV er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig úr 17 leikjum á meðan FH-ingar sitja […]
Strákarnir fá Fylki í heimsókn

ÍBV tekur á móti liði Fylkis í Bestu deild karla í fótbolta í dag, sunnudaginn 20. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 16:15 á Hásteinsvelli. Eyjamenn sitja í tíunda sæti deildarinnar og Fylkir í því níunda. Liðin eru jöfn stiga eftir að hafa spilað 19 leiki og úr þeim tryggt sér 17 stig hver. (meira…)