Mæta Víking á útivelli

Tveir síðustu leikir annarrar umferðar Olísdeildar karla fara fram í kvöld. Víkingar fá Íslandsmeistara ÍBV í heimsókn í Safamýri klukkan 19.30. Víkingar eru nýliðar í Olísdeildinni. ÍBV lagði Stjörnuna sannfærandi í Mýrinni á laugardaginn í kaflaskiptum leik. Í hinum leik kvöldsins sækja nýliðar HK, Gróttumenn heim í Hertzhöllina. (meira…)

ÍBV – Keflavík í dag. Eyjastelpurnar efstar sem stendur

Kvennalið ÍBV fær Keflavík í heimsókn á Hásteinsvöll í dag. Flautað verður til leiks kl: 16. Selfoss er fallið úr deild en ÍBV, Tindastóll og Keflavík eru þar nokkuð jöfn. Leikurinn í dag er því afar mikilvægur fyrir Eyjastelpurnar í baráttunni um sæti í Bestu deildinni að ári. Hvetjum alla að mæta og styðja þær […]

Eyjakonur styrktu stöðu sína í fallbaráttunni

Eyjakonur voru í öðru sæti af fjórum í neðri hluta úrslita Bestu deildarinnar fyrir leikinn gegn Selfossi á Hásteinsvelli í gær sem þær unnu 2:1. Það var Olga Sevcova sem skoraði bæði mörkin og styrkti stöðu ÍBV verulega í baráttunni um sæti í Bestu deild að ári. ÍBV endaði í áttunda sæti deildarinnar með 18 […]

Stelpunum spáð þriðja sæti og strákunum því fjórða

Árleg spá forráðamanna liðanna í Olís deildunum var kynnt í  hádeginu á Grand hóteli á kynningarfundi Íslandsmótsins í handknattleik. Deildar- og bikarmeistarar síðustu leiktíðar, ÍBV, er spáð þriðja sæti í kvenna flokki. Íslandsmeisturum ÍBV er spáð fjórða sæti. FH-ingar verða yfirburðalið í Olísdeild karla á komandi keppnistímabil og Íslandsmeistara Vals bera höfuð og herðar yfir […]

Fyrsti leikur kvennaliðsins í úrslitakeppninni fer fram í dag

Kvennalið ÍBV leikur sinn fyrsta leik í úrslitakeppninni á Hásteinsvelli í dag gegn Selfossi kl. 17:00. ÍBV situr í neðri hluta deildarinnar ásamt Tindastóli, Keflavík og Selfossi, þar sem ein umferð verður leikin. Tindastóll og Keflavík hafa þegar spilað einn leik í umferðinni og gerðu jafntefli. ÍBV er í öðru sæti sem stendur en aðeins […]

Stelpurnar mæta Val í meistarakeppni HSÍ

Íslandsmeistarar Vals taka á móti bikar- og deildarmeisturum ÍBV í Meistarakeppni kvenna í handknattleik í Origohöllinni síðdegis. Flautað verður til leiks klukkan 17.30. Viðureignin marka upphaf leiktíðarinnar í handknattleik kvenna hér á landi. Leiknum verður streymt á Valur TV. (meira…)

Meistarakeppni HSÍ í Eyjum

Handboltavertíðin hefst í daga þegar meistarakeppni HSÍ í karlaflokki fer fram í Vestmannaeyjum. Þá mætast Íslandsmeistarar ÍBV og bikarmeistarar Aftureldingar kl 17:00. Í tilkynningu frá ÍBV er fólk hvatt til að fjölmenna á leikinn og styðja stráka til sigurs. Miðasala fer fram á Stubbi en leikurinn verður einnig í beinni útsendingu á ÍBV TV á […]

ÍBV og HK mætast í Kórnum

ÍBV mætir liði HK í Bestu deild karla í knattspyrnu í dag, mánudaginn 28. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 18:00 í Kórnum í Kópavogi. Eyjamenn sitja í 11. sæti deildarinnar með 17 stig úr 20 leikjum, en HK í því áttunda með 24 stig. Knattspyrnudeild ÍBV hvetur Eyjafólk á höfuðborgarsvæðinu til að mæta og […]

Frítt á leik ÍBV og FH í boði Ísfélagsins

Eyjakonur mæta liði FH í Bestu-deild kvenna í knattspyrnu á Hásteinsvelli á morgun, sunnudaginn 27. ágúst, klukkan 14:00. Leikurinn er sá síðasti áður en deildinni verður skipt upp. Grillið verður á sínum stað og Ísfélagið býður frítt á völlinn. ÍBV er í 7. sæti deildarinnar með 18 stig úr 17 leikjum á meðan FH-ingar sitja […]

Strákarnir fá Fylki í heimsókn

ÍBV tekur á móti liði Fylkis í Bestu deild karla í fótbolta í dag, sunnudaginn 20. ágúst. Flautað verður til leiks klukkan 16:15 á Hásteinsvelli. Eyjamenn sitja í tíunda sæti deildarinnar og Fylkir í því níunda. Liðin eru jöfn stiga eftir að hafa spilað 19 leiki og úr þeim tryggt sér 17 stig hver. (meira…)

Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.