Ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga

Drög að nýrri reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Markmiðið er að einfalda og minnka umfang íbúakosninga sveitarfélaga og veita sveitarfélögum meira vald hvað kosningarrétt varðar í ráðgefandi íbúakosningum. Reglugerðinni er jafnframt ætlað að auka lýðræðisþátttöku og sjálfbærni sveitarfélaga og efla þannig sveitarsjórnarstigið. Skoða má drög að reglugerð um íbúakosningar í […]

Ætla að jafna aðgengi að sérfræðingum

Nýta mætti heimildir í lögum um Menntasjóð námsmanna til að veita tímabundnar ívilnanir við endurgreiðslu námslána í þeim tilgangi að fá fleiri sérfræðinga til starfa í heilbrigðisþjónustu, einkum í dreifðum byggðum þar sem er viðvarandi eða fyrirsjáanlegur skortur á fólki með tiltekna menntun. Þetta segir í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu. Þetta kemur fram í tillögum starfshóps […]

Viljayfirlýsing um aðra vatnsleiðslu

„Það er gríðarlega ánægjulegt að það sé komin niðurstaða í þetta mál og ákaflega viðeigandi að skrifa undir á þessum stað og þessum degi. Það er hagsmunamál okkar Eyjamanna að hingað komi önnur vatnsleiðsla þannig að ég er glöð í dag,“ sagði Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum eftir að skrifað var undir viljayfirlýsingu um nýja […]

Nýr starfshópur um sveitarstjórnaráætlun hefur störf

Nýr starfshópur um stefnumótandi áætlun ríkisins um málefni sveitarfélaga hélt sinn fyrsta fund í innviðaráðuneytinu á þriðjudag. Hópnum er ætlað að skila tillögu til innviðaráðherra um stefnu stjórnvalda gagnvart sveitarfélögum til fimmtán ára 2024 til 2038 og aðgerðaáætlun til fimm ára 2024 til 2028 í byrjun næsta árs. Stefnumótunin byggir á ákvæði sveitarstjórnarlaga um að […]

Vörðum leiðina saman: Opnir samráðsfundir í öllum landshlutum

Innviðaráðuneytið, í samvinnu við landshlutasamtök sveitarfélaga, býður íbúum í öllum landshlutum til opins samráðs á fjarfundum í október undir yfirskriftinni Vörðum leiðina saman. Tilgangur samráðsfundanna er að gefa íbúum landsins og sveitarstjórnarfólki um land allt tækifæri til að hafa áhrif á stefnumótun í nokkrum helstu málaflokkum ráðuneytisins. Á fjarfundunum verður kastljósinu beint að framtíðaráskorunum í málaflokkunum. Meginviðfangsefni fundanna […]