Ljótur leikur með brýna hagsmuni Eyjamanna

Alvarleg stað Herjólfs ohf. hefur verið til umræðu undanfarið vegna mikils tekjufalls í kjölfar Covid-19. Einnig er það ljóst að ríkið hefur ekki verið að greiða samkvæmt þjónustusamningi vegna öryggismönnunar og fleiri þátta. Þeim kröfum er haldið fast að ríkinu. Staðan er sú að í heildina vantar um 400 milljónir inn í rekstur Herjólfs ohf. […]
„Ég hata þessa veiru!“

Litli frændi minn greip um höfuðið og sagði: „Nei, ekki aftur! Ég hata þessa veiru“. Ég held að við getum öll tekið undir með frænda mínum, en veiran herjar nú samt sem áður á okkur aftur með endurnýjuðum krafti. Við hér í Eyjum tökum það mjög alvarlega og höfum brugðist hart við. Aðgerðastjórn almannavarna hefur […]
Þjóðhátíð er einstök upplifun!

Í ár eru 146 ár síðan fyrsta Þjóðhátíðin okkar var haldin. Því er það mjög sérstök tilfinning að henni hafi verið aflýst í ár, en það gerðist síðast þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð sem hæst. Þetta er sem sagt í fyrsta sinn í 105 ár sem Þjóðhátíð fellur niður; og í fyrsta og vonandi síðasta skiptið […]
Goslokadagurinn 3. júlí

Okkur er tamt að segja í Vestmannaeyjum – fyrir og eftir gos. Svo djúp og óafmáanleg er minningin um eldgosið sem hófst aðfaranótt 23. janúar 1973. Íbúarnir, yfir fimm þúsund einstaklingar, yfirgáfu heimili sín sem mörg hver fóru undir ösku og eld. Hluti af Heimaey fór undir hraun og austurbærinn sem áður var blómleg byggð […]
Stormur í vatnsglasi eða rökræða án innihalds

Þær verða stundum skrýtnar umræðurnar um bæjarmálin hér í Eyjum; nú síðast um húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar. Hér er tilraun til að útskýra málið í eitt skipti fyrir öll: Íslandsbanki vildi ekki selja húsnæði sitt í hlutum heldur allt í einu. Þess vegna þurfti að gera tilboð í allan eignarhluta bankans í einu lagi og gerði Vestmannaeyjabær […]
Blekkingarleikur í bæjarstjórn?

Fyrr í kvöld birtu vefmiðlar í Eyjum tilkynningu frá bæjarstjóra þar sem hún leiðréttir ranga orðanotkun á bæjarstjórnarfundi í gær varðandi kaup Vestmannaeyjabæjar á Íslandsbanka. Umrædd tilkynning barst ritstjóra Eyjafrétta ekki. Í tilkynningunni segir “að Vestmannaeyjabær myndi framselja hluta af húsnæði, sem áformað er að kaupa af Íslandsbanka, til félags í eigu Lögmannsstofu Vestmannaeyja. Einungis […]
Hagkvæm kaup bæjarins á húsi Íslandsbanka að Kirkjuvegi

Á fundi bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær, samþykkti bæjarstjórn að ganga til kaups á kjallara, jarðhæð og hluta efri hæðar í húsi Íslandsbanka hf. að Kirkjuvegi 23. Ástæðan fyrir ákvörðuninni er sú að hún þykir hagkvæm fyrir Vestmannaeyjabæ og fellur vel að starfsemi og skipulagi bæjarskrifstofa Vestmannaeyja. Ritstjóri Eyjar.net skrifar grein í vefmiðil sinn í tilefni […]
Afgreiðslu húsnæðismála frestað

Húsnæðismál Vestmannaeyjabæjar voru til umræðu á fundi bæjarstjórnar á fimmtudag. Bæjarstjóri lagði fram minnisblað frá framkvæmdastjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs um nokkra valkosti við húsnæðismál bæjarskrifstofa Vestmannaeyja, þ.e. stjórnsýslu- og fjármálasvið, umhverfis- og framkvæmdasvið og fjölskyldu- og fræðslusvið. Á bæjarstjórnarfundi sem haldinn var 26. september sl., voru húsnæðismálin til umræðu þar sem samþykkt var tillaga um […]
Tvö stór íþróttamót í Eyjum í næsta mánuði og Þjóðhátíð enn til skoðunar

Tvö stór íþróttamót eru nú í undirbúningi í Vestmannaeyjum og þá er enn til skoðunar að halda Þjóðhátíð um Verslunarmannahelgina. Þrátt fyrir að kórónuveirufaraldurinn hafi lagst þungt á Eyjamenn horfa þeir björtum augum til sumarsins. Þetta kemur fram í frétt á vefnum visir.is. Af þeim tæplega 4500 sem búa í Vestmanneyjum smituðust 105 af kórónuveirunni. […]
Í tilefni fyrsta maí

Allt frá árinu 1923 hefur 1. maí verið helgaður kröfu verkalýðshreyfingarinnar um bætt kjör og meira jafnrétti. Það er í anda þeirra sérstöku tíma sem við sem samfélag erum að fara í gegnum að óheimilt verður að sýna samstöðu í verki með kröfugöngu að þessu sinni. Það sem er þó hálfu verra fyrir okkur í Vestmannaeyjum er […]