Besta jólahlaðborð landsins

Það er ekki slegið af þegar Einsi kaldi og Höllin slá saman í jólahlaðborð sem að þessu sinni voru bæði á föstudags- og laugardagskvöldi og þóttu takast einstaklega vel. Maturinn frábær og ekki var tónlistarveislan síðri þar sem Hljómsveit Gísla Stefánssonar sá um. Hljómsveitin þétt og söngkonurnar Una Þorvaldsdóttir og Sara Renee Griffin fóru á […]
Gleðileg Jól

Stjórn og starfsfólk Eyjasýnar óskar lesendum gleðilegra jóla og þakkar fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. (meira…)
Jólablað Eyjafrétta komið út

Glæsilegt jólablað Eyjafrétta ætti nú að vera komið í vel valdar lúgur. Efnið er úr ýmsum áttum. Þar má nefna viðtal við Nataliyu Ginzuhul um aðdraganda jóla í Úkraínu, Skemmtilegt spjall við Sigurð Óskarsson og Guðrúnu Erlingsdóttur, jólaspjall við vel valda Eyjamenn, 50 ára bikarmeistara, jólakrossgátuna, tjaldurinn er á sínum stað, Óli á Stapa rifjar […]
Ómissandi á aðventunni

Árlegir jólatónleikar Kórs Landakirkju fóru fram í vikunni sem leið. Tónleikarnir eru fyrir löngu síðan orðinn fastur liður í jólaundirbúningi Eyjamanna sem sást best á því að fullt var út úr dyrum líkt og fyrri ár. Tónleikarnir voru tvískiptir líkt og löng hefð er fyrir en fyrri hlutinn fór fram í safnaðarheimilinu og sá síðari […]
Söfnuðu 300 þúsund krónum fyrir matargjafir í Vestmannaeyjum

Krónan afhenti hjálparsamtökum rúmlega 450 gjafakort á dögunum. Gjafakortin eru afrakstur jólasöfnunar sem fram fór í verslunum Krónunnar á aðventunni, þar sem viðskiptavinum bauðst að styrkja hjálparsamtök í sínu nærsamfélagi sem sjá um matarúthlutanir í aðdraganda jóla. Viðskiptavinir söfnuðu rúmlega 4,6 milljónum króna og lagði Krónan 5,4 milljón krónur á móti þeirri upphæð. Alls söfnuðust […]
Jólablað Fylkis er komið út

Jólablaði Fylkis 2022 var dreift í hús innanbæjar um helgina 16.-18. desember og sent til fólks víðsvegar um land. JólaFylkir er að þessu sinni 40 bls. sem er sama stærð og 2021 og eru þetta stærstu og efnismestu jólablöðin í 73 ára sögu Fylkis. Meðal efnis í blaðinu er Jólahugvekja Guðrúnar Hafsteinsdóttur, alþm., Hugvekja sr. […]
Jólaveisla VSV – „besti dagur lífsins“!

Fjölmennt var í jólakaffi Vinnslustöðvarinnar í Höllinni í gær, mikil stemning og gleði, enda féllu þessar hefðbundnu samkomur niður 2020 og 2021 af faraldsfræðilegum ástæðum. Það var sérlega ánægjulegt að taka upp þráðinn á nýjan leik. Fimm tugir barna mættu og einn guttinn sagði við móður sína á leið úr húsi að þetta væri besti […]
Jóla/Loppumarkaður í Höllinni

Jóla/Loppumarkaður verður haldinn í Höllinni 3. og 4. desember næstkomandi. Litla Skvísubúðin, Snyrtihorn Maju, Hárstofan HárArt og fleiri verða á staðnum. (meira…)
Ísfélagið býður jólasíld

Ísfélag Vestmannaeyja býður öllum bæjarbúum einstaka jólasíld, á meðan birgðir endast. Afhending fer fram í portinu við frystihús Ísfélagins að Strandvegi milli kl. 12 og 14 á morgun laugardaginn 3. desember. (meira…)
Fjölmenni þegar kveikt var á jólatrénu á Stakkó – Myndir

Það var glatt á Hjalla þegar kveikt var á Jóatrénu á Stakkagerðistúni í gær. Veðrið lék við nærstadda á meðan Lúðrasveit Vestmannaeyja lék létt jólalög og barnakór Landakirkju söng nokkra þekkta desember slagara. Njáll Ragnarsson formaður bæjarráðs og Guðmundur Örn Jónsson sóknarprestur sögðu nokkur orð áður en Emilía Dís Karlsdóttir sem á afmæli 24. desember […]